fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Rússar standa frammi fyrir lýðfræðilegum vanda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2023 07:00

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríð, heimsfaraldur, misnotkun áfengis og mikill brottflutningur úr landi hefur haft þær afleiðingar á síðustu tveimur árum að Rússland hefur misst tveimur milljónum fleiri íbúa en í venjulegu árferði. Sá lýðfræðilegi vandi, sem Rússar glíma við, hefur aukist sífellt meira á valdatíma Vladímír Pútíns.

Á þessum áratug hefur væntanleg lífslengd 15 ára rússneskra pilta lækkað um fimm ár og er hún nú á sama stigi og á Haítí sem er land sem er þjakað af mikilli fátækt, náttúruhamförum og ofbeldisöldu af völdum glæpagengja. Þetta segir The Economist.

Samkvæmt tölfræðinni þá deyja rússneskir karlmenn sex árum fyrr en karlar í Bangladess og 18 árum fyrr en japanskir karlar.

Kynjahallinn verður síðan enn meiri þegar ungir menn deyja í stríði eða flýja land. Ekki bætir úr skák að fæðingartíðnin hefur aldrei verið lægri en nú er. Í apríl á síðasta ári fæddust álíka mörg börn og þegar Þjóðverjar herjuðu á landið í síðari heimsstyrjöldinni.

Samkvæmt mati vestrænna sérfræðinga er talið að allt að 200.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða týnst í stríðinu í Úkraínu. Á milli 500.000 og 1.000.000 milljón hafa flúið land til að komast hjá herþjónustu. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári fluttu 10% af tölvusérfræðingum landsins, flestir ungir menn, til útlanda. Þetta kemur fram í tölum frá upplýsingaráðuneyti landsins.

Nú er svo komið að það eru 10 milljón fleiri konur í Rússlandi en karlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd