fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Álfheiður andmælir Eflingu og fer yfir hvað er dýrara á landsbyggðinni

Eyjan
Mánudaginn 27. febrúar 2023 12:00

Álfheiður Eymarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður, óskar Eflingu velgengni í kjarabaráttu sinni og vonast til að félagið nái skikkanlegum samningum. En hún gerir athugasemdir við þann málflutning Eflingar að þau þurfi annars konar samning af því það sé dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Í grein sem Álfheiður birtir á Vísi fer hún yfir þá þætti sem hún segir vera dýrari í framfærslu fyrir landsbyggðarfólk:

  • Hærra bensínverð
  • Hærra verð á matvöru
  • Meiri kostnaður við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis)
  • Meiri kostnaður við menntun
  • Meiri kostnaður við samgöngur
  • Meiri kostnaður við raforku
  • Hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar

Álfheiður segir að húsnæðiskostnaður sé vissulega hár í höfuðborginni en bendir á að hann hafi líka farið hækkandi á landsbyggðinni. Hún segir núning á milli landsbyggðar vera engum til góðs: „Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu.“

Álfheiður segist ekki geta stutt baráttu sem rekin sé á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá grein Álfheiðar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu