fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Eyjan

Þetta eru fyrirtækin sem menga mest

Eyjan
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 18:00

Mynd: Fjarðaál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóriðju- og flugfélög eru þau íslensku fyrirtæki sem menga mest. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Rætt er við Sigurpál Ingibergsson, tölvunarfræðing og gæðastjóra, sem leggur stund á loftlagsútreikninga. Erindi sem Sigurpáll hélt um þessi mál á dögunum á Lofts­lags­fundi Festu og Reykja­víkur­borgar vakti athygli.

Icelandair losaði árið 2021 um 486.000 tonn og má vænta þess að losun fé­lagsins hafi aukist í fyrra með auknum far­þega­fjölda eftir Covid. Alcoa, Norður­ál og Icelandair eru þau þrjú fyrir­tæki sem menga mest hér á landi þegar horft er til losunar á kol­efni.

Ísal, Samskip og Eimskip koma næst í röðinni. Mörg stór sjávar­út­vegs­fyrir­tæki og orku­fyrir­tæki eru nokkuð ofarlega á listanum en Lands­virkjun er eina fyrir­tækið sem spyrnir veru­lega við fótum gegn losun með kolefnisbindingum.

„Sigur­páll las í allar sjálf­bærni­skýrslur stærstu fyrir­tækjanna sem eru opin­berar og upp­lýsingarnar um mest mengandi fyrir­tæki landsins eru byggðar á þeirri at­hugun,“ segir í fréttinni. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skortur á skilningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum

Jón Skafti ráðinn forstöðumaður erlendra viðskipta hjá Póstinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?