fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Flugumferðarstjóri sem sakaður var um kynferðisbrot stefnir Isavia

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 20:35

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugumferðarstjóri sem rekinn var frá Isavia vegna atviks á bjórkvöldi á vegum stéttarfélags flugumferðarstjóra árið 2020 hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia. RÚV greinir frá þessu.

Hérasdómur vísaði skaðabótamálinu frá en Landsréttur hefur nú fellt þann úrskurð úr gildi og ber héraðsdómi núna að taka málið fyrir.

Flugumferðarstjórinn og samstarfsmaður hans voru kærðir til lögreglu vegna umrædds atviks og voru þeir sagðir hafa brotið gegn konu um tvítugt sem var nemandi í flugumferðarstjórn.

Flugumferðarstjórinn krefst skaðabóta frá Isavia, hann telur telur uppsögnina hafa verið ólögmæta og valdið honum tjóni. Isavia hafi brotið með saknæmum hætti gegn réttindum hans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á félaginu hvíldu. Tjón hans felist í tekju- og réttindatapi, röskun á stöðu og högum ásamt orðsporstjóni sem sé til þess fallið að takmarka starfsmöguleika hans til framtíðar.

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt