fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 17:02

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma verkfallsvarða Eflingar er fordæmd.

„Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða Eflingar við gesti og starfsfólk Íslandshótela síðustu daga,“ segir í yfirlýsingunni. Saka samtökin verkfallsverði um að hafa reynt vísvitandi að valda æsingi og uppsteyt:

„Það er eðlileg krafa að verkfallsvarsla fari fram með yfirveguðum hætti. Verkfallsverðir Eflingar hafa síðustu daga sýnt einbeittan vilja til að valda æsingi og uppsteyt að óþörfu á hótelum þar sem verkfall er í gildi. Þá hafa þau gengið á og sakað starfsfólk í öðrum stéttarfélögum og starfsfólk annarra fyrirtækja sem sannanlega á ekki að vera í verkfalli um verkfallsbrot að ósekju og sýnt af sér ógnandi framkomu gagnvart þeim. 

Síðast en ekki síst hefur þessi framkoma Eflingarfólks valdið óþarfa truflun og ónæði fyrir erlenda gesti, sem eiga engan hlut í vinnudeilum hér á landi, skaðað upplifun þeirra og valdið vanlíðan. Æsingur og ógnandi framkoma verkfallsvarða Eflingar á ekkert erindi við erlenda gesti.

Samtök ferðaþjónustunnar skora á Eflingu að láta þegar af slíkum aðferðum, enda ljóst að markmiðum um verkfallsvörslu verður náð með mun yfirvegaðri hætti.“  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“