fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Perrinn í Rimahverfi í 12 mánaða fangelsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. febrúar 2023 16:10

Frá leikvellinum í Rimahverfi rétt hjá íbúð mannsins þar sem brotin áttu sér stað

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisrefsingu yfir eldri karlmanni sem hefur ítrekað verið fundinn sekur um að bera sig við börn. 

DV greindi frá málinu árið 2020, en þá sögðust íbúar í Rimahverfi í Grafarvogi ráðalausir vegna framkomu mannsins sem ítrekað hefði berað sig í glugga íbúðar sinnar og fitlað við kynfæri sín. Hafði maðurinn áður hlotið þrjá dóma fyrir samskonar athæfi.

„Ég er til í að gera hvað sem er til að þetta hætti og þess vegna er ég til í að tala við fjölmiðla um málið,“ sagði fjölskyldufaðir í hverfinu í samtali við DV.

Brotaþolar lýstu því fyrir dómi að maðurinn hafi staðið ber að neðan við glugga á heimili sínu og snert á sér kynfærin á meðan hann fylgdist með börnum sem voru að leik eða á ferð fyrir utan heimili hans.

Maðurinn bar því ýmist við að hafa verið nýkominn úr sturtu, á leið á salernið eða að hann hafi verið að gera daglegar íþróttaæfingar sínar.

Þóttu dómara skýringar mannsins ósennilegar og var hann því fundinn sekur um brot gegn sjö brotaþolum á barnsaldri.

Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. október 2021 dæmdur í 12 mánaða fangelsi  fyrir að hafa berað sig fyrir brotaþolum og sært með því blygðunarsemi þeirra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem hefur nú staðfest dóminn.

Í dómsorði Héraðsdóms kom fram að maðurinn er fæddur árið 1944, hann er því á 79. ári. Hann hafi þrisvar sinnum áður hlotið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, síðast árið 2014. Var tekið fram að mikilvægt væri við fullnustu refsingarinnar að litið væri til stöðu mannsins og hann fengi þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarf á að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“