fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Eyjan

Skattahækkanir stjórnvalda – „Þyngra en tárum taki“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 18:34

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir skattahækkanir stjórnvalda hafa valdið því að 53% af verðbólguhækkun janúarmánaðar sé á ábyrgð stjórnvalda.

„Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að aðgerðir stjórnvalda hvað skattahækkanir varðar, varð þess valdandi að 53% af verðbólguhækkuninni í janúar er á ábyrgð stjórnvalda. Neysluvísitalan hækkaði um 0,85% milli mánaða og 0,45% af 0,85% er vegna skattahækkana stjórnvalda eða eins og áður sagði 53% af hækkun á neysluvísitölunni milli mánaða,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Stjórnvöld hafa öskrað á okkur í verkalýðshreyfingunni um að allir verði að leggja sig fram við að ná niður verðbólgunni, en koma svo fram með skattahækkanir sem hækka verðbólguna um 0,45% á milli mánaða. Er þetta trúverðugur málflutningur stjórnvalda?“

Vilhjálmur segir að skattahækkanirnar, sem hafi 0,45% áhrif á neysluvísitöluna, muni leiða til þess að verðtryggðar húsnæðisskuldir heimilanna munu hækka um 7,2 milljarða á milli mánaða. „Já skattahækkanir stjórnvalda hækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um 7,2 milljarða á einum mánuði. Þetta er svo gjörsamlega galið!“

Vilhjálmur segir margt benda til að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti og nota það sem rök að verðbólgan sé enn á uppleið. Segir hann ábyrgðina eigi að síður vera stjórnvalda eins og samantekt hagdeildar ASÍ sýnir og sannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja