fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 08:00

Það er ekki auðvelt að leita á svæði sem þessu að örsmáu hylki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska kjarnorkumálastofnunin, Arpansa, tilkynnti í dag að hún blandi sér nú í leitina að litlu hylki sem er talið að hafi dottið úr flutningabíl fyrir nokkrum vikum. Hylkið, sem er 6 mm í þvermál og 8 mm að lengd, inniheldur mjög geislavirkt efni sem heitir Caesium-137.

Það er ekki hlaupið að því að finna svona lítið hylki á langri leið en leitarsvæðið teygir sig yfir 1.400 km svæði í Western Australia og nær að hluta yfir óbyggðir.

Hylkið var hluti af mælitæki sem mælir massa í járngrýti.

Arpansa hefur nú sent teymi á leitarsvæðið og er það með sérstakan leitarbúnað meðferðis.

Ekki er vitað með fullri vissu hversu langt er síðan hylkið týndist en það var sótt í Gudai-Darri námu Rio Tinto þann 12. janúar af samstarfsaðila fyrirtækisins. Þegar skoða átti tækið þann 25. janúar kom í ljós að það var brotið og að það vantaði marga litla hluti í það. Þar á meðal umrætt hylki.

Talið er að hristingurinn í flutningabílnum hafi orðið til þess að skrúfur losnuðu í tækinu og síðan hafi geislavirka hylkið dottið út og síðan úr bílnum.

Ekki er vitað hvar á 1.400 km akstursleið bílsins þetta gerðist en hún nær frá Newman, litlum bæ í hinu afskekkta Kimberleyhéraði, til geymsluhúsnæðis í Perth.

Western Australia er um 2,6 milljónir ferkílómetra að stærð en til samanburðar má nefna að Ísland er 103.000 ferkílómetrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað