fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir markið mikilvæga það flottasta á ferlinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 10:06

Úr leik Arsenal og Manchester United á síðustu leiktíð. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bukayo Saka, stjörnuleikmaður Arsenal, vill meina að mark hans gegn Manchester United um helgina hafi verið það besta á ferli hans hingað til.

Arsenal og United mættust í stórleik síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Skytturnar fóru með 3-2 sigri af hólmi eftir dramatískt sigurmark Eddie Nketiah í lokin. Framherjinn skoraði tvö marka Arsenal í leiknum.

Saka skoraði hins vegar annað mark liðsins og kom því í 2-1.

„Þetta var ekki svo slæmt, er það? Ég held að þetta sé pottþétt mitt besta mark,“ sagði leikmaðurinn ungi um mark sitt.

„Ég get sagt það í góðri trú. Ég held ekki að ég hafi skorað betra mark.“

Með úrslitunum komst Arsenal í fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Einnig á liðið leik til góða á Manchester City, sem situr í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir