fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Barði ólétta konu í biðröð

Pressan
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 16:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur er sögð hafa ítrekað barið 37 ára gamla ólétta konu í höfuðið eftir að þær lentu í rifrildi vegna staðsetningar í biðröð. Atvikið átti sér stað í Timezone Surfers Paradise, leikjasal í áströlsku borginni Gold Coast.

Samkvæmt News.com.au, sem greinir frá, hófst rifrildið er önnur kona hélt því fram að hún væri á undan óléttu konunni og fjölskyldunni hennar í röðinni. Ólétta konan var stödd í biðröðinni ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra. Konan sem sögð er hafa barið óléttu konuna á að hafa reiðst við það að hin konan fékk að fara framar í röðina en þegar hún byrjaði að bölva bað ólétta konan hana um að hætta því.

Við það er konan sem barði óléttu konuna sögð hafa yfirgefið röðina en komið svo aftur skömmu síðar. Þá hafi hún barið óléttu konuna í höfuðið alls sjö sinnum. Ólétta konan var afar illa haldin eftir barsmíðarnar en hún þurfti til að mynda að fara í aðgerð hjá tannlækni vegna þeirra.

Lögreglan í Ástralíu hefur nú birt myndir og myndband af konu sem var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Óskar lögreglan eftir því að ná tali af umræddri konu í tengslum við rannsókn málsins.

Konan sem lögreglan óskar eftir að ná tali af – Mynd: Lögreglan í Queensland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru