fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingurinn yfirheyrður af lögreglu 40 mínútum fyrir stunguárásina – Sagður hafa reynt að brenna konu sína og son inni á síðasta ári

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. janúar 2023 13:07

Árásin átti sér stað á McDonalds veitingastað í Noregi. NRK/JOSTEIN VIESTAD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur á sjötugsaldri er nú í haldi lögreglunnar í Noregi eftir að hann stakk fyrrverandi eiginkonu sína ítrekað fyrir utan McDonal’s stað í Karmøy á fimmtudag.

Fram kemur í umfjöllun norskra miðla að maðurinn hafi ítrekað brotið gegn nálgunarbanni sem fyrrverandi eiginkona hans, sem einnig er íslensk, hafði fengið gegn honum. Hafi hann verið yfirheyrður af lögregli vegna þessa aðeins fjörutíu mínútum áður en árásin átti sér stað.

Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn og var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, þar af tvær vikur í einangrun.

Mun maðurinn ekki hafa skýrt með nákvæmum hætti frá því hvers vegna hann stakk fyrrverandi konu sína. Hafi hann sagt að hann hafi fyrir tilviljun séð til hennar og þá hafi hann sé rautt, eða „svart“ eins og það er orðað í norskum fjölmiðlum. Hann hafi misst stjórn á sér og segist ekki átta sig á því hvað hann hafi gert, en sé þó meðvitaður um að hafa gert þetta.

Töldu dómstólar þegar gæsluvarðhald var úrskurðað að líkur væru á því að maðurinn reyndi að eiga við sönnunargögn en eins væri hætta á því að maðurinn brjóti aftur af sér enda eigi hann langa sögu um ofbeldi gegn fyrrum konu sinni.

Konan liggur enn á sjúkrahúsi og er ekki vitað með líðan hennar en hún hefur ekki getað gefið lögreglu skýrslu vegna málsins.

Ítrekuð brot gegn nálgunarbanni

Norski miðillinn Dagbladed ræddi við réttargæslumann konunnar, Benedicte Storhaug, og velti upp þeirri spurningu hvort lögreglan hafi gert nóg til að tryggja öryggi konunnar eftir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni.

„Þegar þú ert með aðila sem er tilbúinn að fremja hnífsárás á almannafæri um miðjan dag þá er ljóst að það hefði ekkert getað hindrað það nema varðhald. Það er önnur spurning hvort lögreglan hefði getað séð fyrir að þetta myndi gerast og ég hef enga ástæðu til að halda slíkt. Nálgunarbannið reyndist þó ekki nægja“

Storhaug segir að brotin gegn nálgunarbanninu hafi verið misalvarleg þó að árásin á fimmtudag hafi verið sú alvarlegasta.

Samkvæmt Radio Haugaland fékkst nálgunarbannið eftir ítrekað ofbeldi og í kjölfar þess að maðurinn hafi reynt að brenna son sinn og konu inni í Haugesund á síðasta ári.

Nágrannar sögðu við Radio Haugaland að maðurinn hafi verið ofbeldisfullur gagnvart konu sinni og börnum árum saman, og þetta hafi verið nokkuð sem lögregla hafi verið meðvituð um. Velta nágrannar því fyrir sér hvers vegna maðurinn fékk að ganga laus þegar öðrum stafaði klárlega hætta af honum.

Töldu nágrannarnir að ítrekuð brot gegn nálgunarbanni hafi engar afleiðingar haft fyrir manninn.

Radio Haugaland hefur það einnig eftir kunningjum konunnar að hún hafi hlotið svo mörg stungusár á kvið að erfitt sé að telja þau.

Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps. Hnífur fannst á vettvangi en lögregla segir of snemmt að fullyrða hvort hann hafi verið vopnið sem beitt var í árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“