fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

H-Berg í baksturinn og snarlskálina allt árið

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. desember 2022 10:00

H-Berg gefur þrjár glæsilegar gjafakörfur í vinning. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

H-Berg er fjölskyldurekið fyrirtæki sem var stofnað árið 2007 af Halldóri Berg Jónssyni og fjölskyldu. Vörutegundir eru tæplega hundrað talsins og sífellt bætast nýjar í vöruúrvalið.

H-Berg hefur að markmiði að bjóða upp á fjölbreyttan og spennandi valkost fyrir viðskiptavini. Til að mynda var H-Berg fyrsti framleiðandi hnetusmjörs á Íslandi og í dag eru mörg tonn framleidd af H-Berg hnetusmjöri í hverri einustu viku.

Starfsfólk H-Berg leggur mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vörur á góðu verði og í hæsta gæðaflokki ásamt því að veita persónulega og góða þjónustu.

Fjölbreytt úrval

H-Berg er með framleiðslu á afar fjölbreyttum vörutegundum en það er gaman að segja frá því að í dag eru tæplega hundrað H-Berg vörur seldar í öllum helstu verslunum landsins. Í byrjun voru þær aðeins tvær. Reglulega bætast við spennandi nýjungar í hópinn, en nýjustu vörurnar úr smiðju H-Berg eru lakkrísmöndlur og hnetusmjörsmöndlur sem nú þegar hafa slegið í rækilega í gegn.

Jólabaksturinn með H-Berg

Vörurnar frá H-Berg eru tilvaldar í jólabaksturinn og þessar einföldu hnetusmjörs smákökur eiga algerlega eftir að slá í gegn í jólaboðunum.

Guðdómlegar hnetusmjörs-smákökur. Mynd/Getty

Hnetusmjörs smákökur

240 g H-Berg döður

6 msk möndlumjólk (eða hvaða mjólk sem er)

130 g H-Berg hnetusmjör

200 g H-Berg möndlumjöl

1 tsk vanilludropar (má sleppa)

2 tsk lyftiduft

Bráðið súkkulaði til þess að dýfa í eða dreifa yfir (má sleppa)

Aðferð

Leggið döðlurnar í bleyti í um það bil fimmtán mínutur í heitu vatni. Döðlunum er svo hellt í sigti svo sem mest af vatninu renni af þeim.

Hitið ofninn í 180°C.

Setjið döðlur, hnetusmjör, mjólk og vanilludropa í matvinnsluvél og blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið svo möndlumjölinu og lyftiduftinu saman við og blandið öllu saman í deig.

Mótið litlar kúlur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír og ýtið létt með gaffli ofan á hverja kúlu. Það getur verið gott að bleyta gaffalinn með vatni inn á milli. Baka í 14-16 mínutur og leyfið þeim að kólna.

Valfrjálst: dreifið bræddu súkkulaði yfir.

Glæsilegur gjafaleikur

H-Berg og DV er með glæsilegan gjafaleik í boði. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum fimmtudaginn 22. desember. Þrír heppnir þátttakendur hljóta glæsilega gjafakörfu frá H-Berg. Í gjafakörfunni eru hinar ýmsu vörur sem eru ómissandi í jólabaksturinn ásamt nýju lakkrís- og hnetusmjörsmöndlunum sem er tilvaldið að gæða sér á í bakstrinum.

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum