fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Staðfestir áhuga enskra eftir frammistöðuna í Katar

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofyan Amrabat hefur heillað með landsliði Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir. Það hefur vakið upp áhuga enskra félaga á honum.

Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur verið lykilmaður hjá Marokkó, sem er óvænt komið í 8-liða úrslit.

Í gær vann liðið Spán í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum.

Ambrabat er miðjumaður sem er á mála hjá Fiorentina á Ítalíu. Samningur hans þar rennur út eftir næstu leiktíð.

Mohammed Sinouh, umboðsmaður Ambrabat, var spurður af Fabrizio Romano hvort ensk félög hefðu áhuga á leikmanninum.

„Auðvitað. Ég fæ mörg símtöl vegna Sofyan. Allur heimurinn hefur séð að hann er besti varnarsinnaði miðjumaðurinn á Heimsmeistaramótinu,“ segir Sinouh.

Hugur Ambrabat er hins vegar á 8-liða úrslitum HM, þar sem Marokkó mætir Portúgal.

„Sofyan er toppatvinnumaður. Hann er mjög einbeittur á Heimsmeistaramótinu með Marokkó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið