fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Þáði skutl heim á lögreglubíl en endaði í fangageymslu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. desember 2022 09:02

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 120 mál voru skráð í dagbók lögreglu frá því klukkan 17 í gær og þar til klukkan 05 í morgun. Átta voru vistaðir í fangageymslu og tengdust mörg málin ölvun og hávaða.

Ofurölvi maður var handtekinn í Hlíðum um hálf sex í gærkvöldi og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Rétt rúmri klukkustund síðar var tilkynnt um ölvaðan mann sem var að angra viðskiptavini á veitingahúsi í Hlíðunum. Sá maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt voru höfð afskipti af manni í annarlegu ástandi þar sem hann var óvelkominn í húsi. Lögregla kom á svæðið og bauðst til að aka manninum heim, sem hann þáði. Hins vegar ákvað maðurinn í lögreglubílnum að veitast að lögreglumönnum og hóta þeim og var þá lögreglubifreiðinni ekið rakleiðis á lögreglustöð þar sem maðurinn fékk að sofa úr sér.

Tilkynnt var um búðarhnupl í skartgripaverslun í miðborginni rétt fyrir sex í gærkvöldi og á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í matvöruverslun í miðbæ.

Enn var handtekinn grunaður um líkamsárás í miðbænum. Var hann vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn máls. Á fimmta tímanum í nótt var svo kona handtekin í Hliðum, en lögregla hafði þurft að ahfa ítrekuð afskipti af henni um kvöldið og nóttina þar sem hún var sögð hafa verið að ráðastá fólk. Konan var vistuð sökum ástands í fangaklefa.

Skömmu síðar var tilkynnt um mann sem var liggjandi í runna í miðborginni. Hafði hann dottið í runnann var var með litla rænu sökum ölvunar og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.

Í Kópavogi var tilkynnt um eld á veitingastað í hverfi 200 rétt rúmlega hálf átta í gærkvöldi. Búið var að slökkva eld þegar lögregla og slökkvilið mættu. Starfsmenn veitingastaðarins töldu ekkert hafa skemmst.

Síðan var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í hverfi 200 á öðrum tímanum í nótt. Þar leikur grunur á að fimm árásaraðilar hafi veist að einum aðila. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar en árásaraðilar voru farnir þegar lögregla koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“