fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Eyjan

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 09:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru fimm ár síðan Katrín Jakobsdóttir tók við sem forsætisráðherra. Í upphafi var stjórn hennar, sem hún myndaði með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, spáð fáum lífdögum en annað kom á daginn og nú er stjórnin komin áleiðis inn í annað kjörtímabil sitt.

Katrín segist líta á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, sem vini sína í ákveðnum skilningi. Samstarf þeirra byggist á góðu trausti. Hún segist ekki hafa í hyggju að hætta í stjórnmálum.

Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Katrínu í dag. Þar segir hún að miklar tilfinningar hafi verið uppi þegar stjórnin var mynduð 2017 og bendir á að ekki mega gleyma að mjög mikið hafi verið búið að ganga á áður.

Hún segist hafa verið mjög ánægð með stjórnarsáttmálann sem var gerður og segir að fylgistap VG næsta árið hafi ekki komið henni á óvart.

„Ég vinn á bak við tjöldin, með því á ég við að ég tala ekki við fólk í gegnum fjölmiðla, ég hef unnið með fólki sem gerir það og mér líkar það ekki. Ég held að það sé ekki farsælt til árangurs,“ segir hún.

Aðspurð um samband sitt við Bjarna og Sigurð Inga segir hún að ákveðin vinátta ríki á milli þeirra. Þau geti treyst því að þau stingi ekki hvert annað í bakið. Hún segir samband þeirra sé ekki þannig að þau hittist utan vinnu en þau hafi öll setið lengi á þingi og kynnst vel þar þótt þau hafi ekki alltaf verið í sama liðinu.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera

Daði Már Kristófersson: Hvatinn til að gera betur er veikur hjá hinu opinbera
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!

Sigmundur Ernir skrifar: Frelsi er sumsé fyrir þá heppnu og útvöldu!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?

Orðið á götunni: Leiðir fyrrum formaður Stúdentaráðs lista Viðreisnar í Reykjavík?