fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Falsfrétt fór á flug og RÚV beit á agnið – „Manni finnst ótrúlegt að þeir falli í þessa gryfju“

433
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp skondið atvik á RÚV í gær í HM kvöldi. Þá héldu þáttastjórnendur að Neymar hefði verið í stúkunni á leik Brasilíu og Sviss.

Neymar er meiddur og var því ekki með Brössum í 1-0 sigri í gær. Hann tók leikinn í sjónvarpinu en tvífari hans mætti hins vegar á völlinn. Margir héldu að þetta hafi verið hann og þar á meðal fólkið í setti á RÚV.

„Ég veit ekki hvað Neymar hélt að hann gæti gert í stúkunni,“ sagði Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Bjarni Guðjónsson var í setti og lagði orð í belg. „Hann var með hatt og gleraugu. Hann hefur kannski haldið að hann væri í dulargervi.“ 

Sjá einnig:
Gabbaði alla í Katar dag og eina stærstu sjónvarpsstöð í heimi – Sjáðu hvernig hann fór að

Þetta var tekið fyrir í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV).

„Fox Sports féll meira að segja fyrir þessu líka,“ segir Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls og skilur hann starfsfólk RÚV að vissu leyti.

„Hann er eiginlega alveg eins og Neymar. Ég held hann sé með sömu húðflúr og allt. Það er samt svolítið fyndið að enginn af þeim fjórum í settinu finndist athugavert að Neymar sé bara með almúganum í stúkunni.“

Hörður segir að menn hefðu átt að vera búnir að fatta þetta um kvöldið.

„Manni finnst ótrúlegt að þeir falli í þessa gryfju því klukkutíma áður en þetta birtist á RÚV var Fox nú búið að leiðrétta sig, við vorum búnir að skrifa frétt um þetta.

Ég veit að það einkarekna hafði gaman af því að sjá „the lamestream media“ falla í þessa gryfju en þetta var nú bara eðlilegt.“

„Maður skilur þetta kannski í beinni en í markaþættinum um kvöldið ætti að vera búið að lauma skilaboðunum á þau,“ segir Helgi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning