fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hefja störf um áramótin.

Jón stundaði nám við Lögregluskólann á árunum 1993-1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Hann hefur þar að auki lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Jón Svanberg starfaði sem lögreglumaður og varðstjóri hjá Sýslumanninum á Ísafirði og lögreglunni á Vestfjörðum ár árunum 1993-2009. Hann var svo framkvæmdastjóri Hvíldarkletts ehf. (síðar Iceland ProFishing) á árunum 2009-2013, svo framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2013-2021. Jón er í dag fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra þar sem hann sinnir meðal annars verkefnastjórn við framkvæmd stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum og hefur umsjón með Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna.

Núverandi framkvæmdastjóri, Þórhallur Ólafsson, varð sjötugur á árinu og lætur af störfum um áramótin eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar frá árinu 1999 og á þeim tíma leitt starfsemi og uppbyggingu 112 og Tetra kerfisins um land allt. Hann hlaut nýverið viðurkenningu frá viðbragðsaðilum í landinu fyrir frumkvöðulsstarf í neyðarsímsvörun og uppbyggingu neyðar- og öryggisfjarskipta á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump