fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Steingervingar varpa nýju ljósi á matseld forfeðra okkar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 17:00

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á steingervingum vatnakarfa, sem lifðu fyrir um 780.000 árum, benda til að fólk hafi byrjað að elda mat sinn 600.000 árum fyrr en talið hefur verið fram að þessu.

Ísraelskir vísindamenn segja að forfeður nútímamannsins, sem voru upp fyrir um 780.000 árum, hafi viljað fiskinn sinn vel eldaðan. Þetta byggja þeir á rannsóknum á steingervingum vatnakarfa. Þeir segja þetta vera elstu ummerkin um að eldur hafi verið notaður við matseld.

Fornleifafræðingar hafa lengi deilt um hvenær forfeður okkar byrjuðu að elda mat því erfitt hefur reynst að sanna að eldstæði hafi verið notuð við matargerð, ekki bara til að halda á sér hita.

Upphaf eldamennsku er mikilvægur tímapunktur í sögu manna því talið er að það hafi gert forfeðrum okkar auðveldara fyrir með að dreifa sér um jörðina að maturinn varð auðtuggnari og auðmeltari.

The Guardian segir að fram að þessu hafi fyrstu „öruggu sannanirnar“ um eldamennsku verið frá tíma Neanderdalsmanna og fyrstu Homo sapiens (nútímamanna) fyrir um 170.000 árum.

Þetta kemur fram í nýju rannsókninni sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Ecology and Evolution. Í henni kemur fram að fyrrgreind rannsókna á steingervingum vatnakarfa bendi til að forfeður okkar hafi byrjað að nota eld við matreiðslu rúmlega 600.000 árum fyrr.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar er Irit Zohar, fornleifafræðingur við Tel Aviv háskóla. Hún vann að rannsókninni í sextán ár. Á þeim tíma rannsakaði hún mörg þúsund steingervinga fiska sem fundust í Ísrael, á stað sem nefnist Gesher Benot Ya‘agov.

Það sem kom henni og samstarfsfólki á sporið um matreiðslu forfeðra okkar er að á svæðinu var töluvert um fiska sem voru „næstum beinlausir“ en með tennurnar á sínum stað. Þetta bendir að þeirra mati til að fiskarnir hafi verið eldaðir því bein þeirra mýkjast og eyðast við hita undir 500 gráðum en tennurnar halda sér.

Vísindamennirnir fundu einnig ummerki um eldstæði á þessum slóðum.

Flestar tennurnar reyndust vera úr tveimur tegundum vatnakarfa sem bendir til að þeir hafi orðið fyrir valinu  sem „ljúffengur“ matur. Sumir þeirra voru allt að tveir metrar á lengd.

En það sem „sannaði“ kenningu vísindamannanna endanlega var glerjungur tannanna. Röntgenmyndataka á þeim sýndi að hiti hafði breytt uppbyggingu kristalla sem mynda glerjunginn. Höfðu fiskarnir lent í hita á bilinu 200 til 500 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu