fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Hörð orðaskipti á Alþingi og Bjarni byrstir sig -„Þetta fólk myndi aldrei fá traust frá mér. Aldrei nokkurn tímann!“

Eyjan
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 16:29

Lífeyrissjóðirnir segja áform fjármálaráðherra fela í sér eignarnám sem sé andstætt stjórnarskrá. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt hefur vakið meiri athygli í vikunni heldur en skýrsla Ríkisendurskoðunnar um Íslandsbankasöluna svokölluðu en þar mátti finna fjölda athugasemda við framkvæmdina. Um málið var rætt í dag á Alþingi undir sérstökum dagskrárlið og var nokkur hiti í þingmönnum.

Sérstaklega urðu hörð orðsakipti þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tók til máls og spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hægt væri að áforma frekari sölu í Íslandsbanka eftir að traust almennings hafi fokið út í veður og vind.

Bjarni svaraði þá því til að umræðan á þingi í dag sé einnig liður í að endurvinna traust en svo bætti hann við:

„Svo er það náttúrulega þannig eins og venjulega að hér eru þingmenn inni sem treysta ekki mér eða ríkisstjórninni,öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni. Og ég segi bara sömuleiðis. Sömuleiðis. Ég myndi aldrei treysta viðkomandi þingmönnum til þess að fara með fjárreiður ríkissins eða taka ákvarðanir sem máli skipta. Fólkið sem að ætlaði okkur Íslendingum að taka lán hjá Evrópska seðlabankanum og sagði útilokað fyrir Ísland að finna leið út úr fjármálahruninu án þess að gefa eftir fullveldið, og svo framvegis. Þetta fólk myndi aldrei fá traust frá mér. Aldrei nokkurn tímann! Til þess að höndla með svona stórar ákvarðanir.“

Hvernig er hægt að réttlæta frekari sölu á þessum tíma?

Sigmar tók þá aftur til máls og sagðist eiginlega ekki vita hvað hann ætti að segja við þessu vari Bjarna.

„Virðulegi forseti, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja eftir þessa ræðu. Það var auðvitað farið svolítið víða um völlinn og að sjálfsögðu var Evrópusambandið og gjaldmiðillinn dreginn inn í þá umræðu.“

Sigmar sagði að „belgingsleg svör“ myndu ekki duga til að endurvinna traustið eftir að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi lýst því yfir að illa hafi verið staðið að sölunni.

„80 prósent þjóðarinnar sem fannst illa staðið að þessari sölu. Það þýðir auðvitað það að  80 prósent þjóðarinnar telja að það sé ekki traust til þess að halda áfram að selja og mikill meirihluti þjóðarinnar vildi að því yrði svarað með rannsóknarnefnd Alþingis.“

Því vildi Sigmar spyrja Bjarna: „Hvort að pólitískur veruleiki sé ekki sá, með andrúmsloftið þannig í samfélaginu, með traustið í lágmarki, með bakland hinna tveggja stjórnarflokkanna logandi út af því hvernig til tókst í þessu tilviki, að framhald sölu sé tómt mál að tala um næstu misseri nema róttækar breytingar verði gerðar.“

Alþingi dregið niður í sorarpytt

Bjarni steig þá aftur í pontu og sagði það hjákátlegt að hlýða á málflutning þeirra þingmanna úr stjórnarandstöðunni sem ali á vantrausti.

„Ég verð bara að segja það alveg eins og er að mér finnst það dálítið hjákátlegt þegar þeir sem ala á vantraustinu koma síðan í ræður hér á Alþingi og segja: Hvernig eigum við að endurheimta traustið? Þeir sem koma með útúrsnúninga og rangtúlkanir á því sem við erum nú með í höndunum. Jafnvel fólk sem heldur því fram að vinnan hafi ekki einu sinni verið unnin. Það hafi ekki einu sinni verið lagt mat á það hvort að lögum hafi verið fylgt við framkvæmd sölunnar. Þetta sama fólk telur sig þess umkomið að koma hingað upp í ræðustól og spyrja stórra spurninga á borð við þessarar sem hér er velt upp. Hvernig getum við endurheimt traustið? Ég held að við getum endurheimt traustið með því að hefja málefnalega umræðu um raunverulegt innihald þessarar skýrslu. Vera ekki með útúrsnúninga og stæla. Og hefja Alþingi aðeins uppúr þessum sorarpytti sem margir vilja sífellt draga það niður í. Það held ég að myndi hjálpa.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki