fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fjórir háskólanemar myrtir í „ástríðuglæp“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 22:00

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir háskólanemar í Háskólanum í Idaho (e. University of Idaho) í borginni Moscow í Bandaríkjunum fundust látnir á heimili sínu um helgina. Haft var samband við lögregluna í Idaho skömmu fyrir hádegi á sunnudaginn. Lögreglan mætti á vettvang stuttu síðar og fann lík háskólanemana í húsinu. Ekki er búið að handtaka neinn í tengslum við málið en lögregluna grunar ekki að aðrir nemendur skólans gætu verið í hættu. Talið er að háskólanemarnir hafi verið myrtir.

Hin látnu eru þau Ethan Chapin, 20 ára, Madison Mogen, 21 árs, Xana Kernodle, 20 ára og Kaylee Goncalves, 21 árs. Skömmu áður en þau fundust látin birti Goncalves mynd af sér ásamt Chapin, Mogen og Kernodle. Á myndinni stóðu þau saman fyrir utan hús með hendurnar utan um hvort annað. Mogen og Goncalves voru saman í systralagi á meðan þau Kernodle og Chapin eru sögð hafa verið í ástarsambandi.

Madison Mogen, (efst til vinstri), Kaylee Goncalves, (neðst til vinstri), Ethan Chapin, (fyrir miðju) 0g Xana Kernodle, (til hægri)

Cathy Mabbutt, dánardómstjóri sýslunnar, sagði að verið sé að rannsaka málið sem morð. Þá sagði Mabbutt að enginn af þessum fjórum háskólanemum væri grunaður um að hafa myrt hina og síðan framið sjálfsvíg.

Art Bettge, borgarstjórinn í Moscow, sagði í viðtali við The New York Times að þetta hafi verið „tilgangslaust ofbeldisverk“.

„Það er erfitt að vinna í gegnum glæp af þessari stærðargráðu,“ sagði Bettge og bætti við að lögreglan þyrfti að taka sér tíma í að rannsaka málið. Þá sagði hann að mat lögreglunnar væri að um „ástríðuglæp“ hafi verið að ræða.

Öllum tímum háskólans var aflýst á mánudaginn til að gefa nemendum tíma til að syrgja. C. Scott Green, skólastjóri háskólans, sagði í yfirlýsingu að orð gætu engan vegin minnkað sársaukann sem þessi morð valda. „Atvik af þessari stærðargráðu getur skiljanlega haft mikil áhrif á þá sem upplifa þau. Við verðum að standa saman og lyfta hvoru öðru upp,“ sagði skólastjórinn einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni