fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dapurleg niðurstaða – Mikil fjölgun dauðsfalla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 20:00

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan á heimsfaraldur kórónuveirunnar var í hámarki fjölgaði dauðsföllum af völdum áfengisneyslu mjög mikið í Bandaríkjunum.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá var sorglegt met í þessum efnum sett 2020. Þá fjölgaði dauðsföllum, sem tengjast áfengisneyslu beint, um 26%. Samtals létust um 52.000 Bandaríkjamenn af völdum áfengisneyslu það árið en 2019 voru andlátin 39.000.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri skýrslu frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC.

Haft er eftir Marissa Esser, sem stýrir áfengisvarnardeild CDC, að oft sé litið fram hjá dauðsföllum af völdum áfengisneyslu. „Áfengi er oft vanmetið sem lýðheilsuvandamál,“ sagði hún.

Áfengisneysla veldur meðal annars skorpulifur, áfengiseitrun og fráhvarfseinkennum.

Það eru rúmlega tvöfalt meiri líkur á að karlar látist af völdum áfengisneyslu en konur. Flestir þeirra sem létust af völdum áfengisneyslu á árinu 2020 voru á aldrinum 55 til 64 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“