fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Óskar Örn kveður Garðabæinn eftir eitt tímabil

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 13:26

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson hefur yfirgefið Stjörnuna eftir eitt tímabil með liðinu.

Hinn 38 ára gamli Óskar gekk í raðir Stjörnunnar fyrir síðustu leiktíð eftir fjórtán ár hjá KR.

Hann skoraði þrjú mörk í 25 leikjum með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar, en hann fékk ekki eins stórt hlutverk og flestir bjuggust við.

Óskar hefur verið oraðaður við Njarðvík, sem er nýliði í Lengjudeildinni á næstu leiktíð. Hann ólst upp hjá félaginu.

Yfirlýsing Stjörnunnar
Kæra Stjörnufjölskylda,

Stjarnan & Óskar Örn Hauksson hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn kveðji okkur eftir eitt tímabil með liðinu þar sem hann spilaði 31 leik og skoraði í þeim 3 mörk.

Við þökkum Óskari kærlega fyrir sinn tíma hjá félaginu og fyrir hans framlag ásamt því að óska honum góðs gengis í næsta verkefni sínu!

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen einnig kvatt félagið og viljum við nýta tækifærið og þakka þeim í leiðinni fyrir sinn tíma hér og óskum þeim einnig velfarnaðar í næstu verkefnum!

Skíni Stjarnan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“