Félagaskiptasérfræðingurinn virti, Fabrizio Romano, hefur tjáð sig um framtíð þriggja leikmanna sem hafa verið orðaðir frá Liverpool.
Framtíð þeirra Naby Keita, Alex-Oxlade Chamberlain og Nat Phillips hefur verið í óvissu.
Liverpool borgaði RB Leipzig 60 milljónir evra fyrir þjónustu Keita árið 2018. Samningur hans rennur út næsta sumar.
„Mér er sagt, þrátt fyrir allt sem hefur verið rætt um, að það sé ekki á dagskrá að selja Keita í janúar eins og staðan er,“ segir Romano.
Samningur Chamberlain á Anfield rennur einnig út næsta sumar. Phillips er þó með lengri samning.
„Hvað Phillips og Chamberlain varðar fer það eftir tilboðunum sem Liverpool fær í þá og hvort félagið finni leikmenn í staðinn fyrir þá,“ segir Romano.