fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu „plánetu morðingja“ í glampa sólarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 20:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað stóran loftstein sem er falinn í glampa sólarinnar. Hann er talinn vera 1,5 km á breidd en svo stórir loftsteinar eru kallaðir „plánetu morðingjar“ vegna þess hversu miklu tjóni þeir geta valdið ef þeir lenda í árekstri við plánetu.

Sky News segir að loftsteinninn, sem er kallaður 2022 AP7, sé einn af nokkrum loftsteinum sem eru á braut nærri jörðinni og Venusi og hafa fundist að undanförnu. Hann er svo stór að hann er talinn vera meðal 5% af stærstu loftsteinunum sem jörðinni getur stafað ógn af.

Braut hans liggur yfir braut jarðarinnar en vísindamenn segja að það sé engin ástæða til að óttast, að sinni. Þeir segja að nokkur þúsund ár séu þangað til hugsanlegt sé að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina.

Loftsteinninn fannst með aðstoð Cerro Tololo stjörnuskoðunarstöðvarinnar í Chile. Skýrt er frá rannsókninni í vísindaritinu Astronomical Journal.

Scott S Sheppar, hjá Earth and Planets Laboratory hjá Carnegie Institution for Science, sagði að það sem af er hafi tveir loftsteinar, sem eru nærri jörðinni, sem eru um 1 km í þvermál fundist. Þeir kallist „plánetu morðingjar“. Hann sagði að braut hins loftsteinsins sé algjörlega innan brautar jarðarinnar og því muni hann ekki trufla okkur neitt.

Það er erfitt að finna loftsteina í innri hluta sólkerfisins vegna þeirrar miklu birtu sem stafar frá sólinni. Það eru aðeins tveir 10 mínútna gluggar á hverri nóttu sem er hægt að rannsaka himinhvolfið í innri hluta sólkerfisins.

Sheppard sagði að hingað til hafi aðeins 25 loftsteinar, sem eru á braut algjörlega innan brautar jarðarinnar, fundist vegna þess hversu erfitt er að leita að loftsteinum í glampa sólarinnar.

Hann sagði að líklega séu bara nokkrir loftsteinar, sem eru nærri jörðinni, af þessari stærð sem á enn eftir að finna. Líklega sé braut þeirra að mestu innan brauta jarðarinnar og Venusar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“