fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Birgir neitar að afhenda greinargerð um starfsemi Lindarhvols ehf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 09:00

Birgir Ármannsson liggur á skýrslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, neitar að afhenda Viðskiptablaðinu og fleiri aðilum greinargerð sem settur ríkisendurskoðandi gerði um starfsemi Lindarhvols ehf. Þetta er félag á vegum fjármálaráðuneytisins og var hlutverk þess að fara með eignir úr þrotabúum föllnu bankanna. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í apríl að afhenda greinargerðina en samt sem áður vill Birgir ekki afhenda hana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols ehf. hafi lagst gegn því að skýrslan verði afhent.

Fram kemur að í lögfræðiáliti sem forsætisnefnd hafi aflað sér komi fram að ekkert í greinargerðinni sé þess eðlis að það komi í veg fyrir afhendingu skýrslunnar.

Fréttablaðið hefur eftir Birgi að hann hafi ekki afhent greinargerðina vegna þess að athugasemd hafi borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols. Forsætisnefnd sé því enn með málið til meðferðar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort eitthvað nýtt hafi komið fram sem valdi þessari töf.

Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem hafa skoðað greinargerðina, segja hana mjög gagnrýna á starfsemi Lindarhvols. Er gagnrýnt að fyrir utan daglega framkvæmdastjórn og lögfræðilega ráðgjöf hafi ákveðinn lögmaður sinnt umfangsmiklum verkefnum fyrir félagið og að lögmannsstofa hans hafi í umboði stjórnar Lindarhvols hafi umsjón með sölu á stöðugleikaeignum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn