fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hrottalegar lýsingar í kynferðisbrotamáli Danny Masterson og ógnvekjandi viðbrögð Vísindakirkjunnar

Fókus
Miðvikudaginn 19. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Danny Masterson, sem gerði garðinn frægan í þáttunum That 70’s Show, hefur verið kærður fyrir að nauðga þremur konum fyrir áratugum síðan. Aðalmeðferð fer nú fram í málinu og mátti heyra hrollvekjandi lýsingar af meintu ofbeldinu sem Masterson er sakaður um að hafa beitt þrjár konur sem og hver viðbrögð Vísindakirkjunnar, sem Masterson er hluti af, voru þegar málinu komu upp.

Masterson var fyrst ákærður árið 2020 fyrir að hafa nauðgað þremur konum í alskildum tilvikum árunum 2001-2003. Hann hefur neitað sök í öllum tilvikum. Verði Masterson fundinn sekur um brotin á hann yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi.

Í gær ávarpaði saksóknari kviðdóminn í málinu og fór yfir þær sakir sem Masterson hefur verið borinn. Meintir þolendur hans eru ekki nafngreindir heldur er vísað til þeirra sem J.BN.T og C.B.

People greinir frá. 

Við vörum lesendur við eftirfarandi lýsingum saksóknara á meintu ofbeldi sem geta verið triggerandi. 

Sagður hafa nauðgað henni þrisvar

Saksóknarinn, Reinhold Mueller, sagði að Masterson hefði í tvígang nauðgað J.B. Annars vegar í september 2002 og hins vegar í apríl 2003. J.B hafi í fyrra tilvikinu ætlað að gista hjá vin en endað með að samþykkja að fara heim til Masterson. Þar hafi Masterson gefið henni tvö áfenga drykki og eftir það hafi hún fundið fyrir ölvun. Masterson hafi svo dregið hana upp í svefnherbergi sitt, þau farið að hafa samfarir og síðan hafi hann nauðgað henni í endaþarm. Hún hafi reynt að slá frá sér og slasast á baki við þá tilraun.

Hún hafi í kjölfarið sagt Lisu Marie Presley frá sem mun bera vitni í málinu. Síðan hafi hann aftur nauðgað henni níu mánuðum síðar, en ekki er ákært fyrir það tilvik. Síðan í apríl árið 2003 hafi J.B. aftur endað heima hjá Masterson eftir afmælisfögnuð sameiginlegs vinar. Þá hafi hún fengið áfengan drykk frá Masterson, sem var sá eini sem hún drakk þetta kvöld, og í kjölfarið orðið mjög ringluð.

Masterson hafi svo gripið í hana og heimtað að hún færi í heitan pott með sér. Hún hafi átt erfitt með að anda og verið óglatt. Í kjölfarið hafi Masterson fylgt henni inn á baðherbergi þar sem hún kastaði upp.

Masterson hafi þá kallað hana ógeðslega og sett hana í sturtu. Hún hafi í kjölfarið misst meðvitund og vaknað við að hann væri að snerta á henni brjóstin. Hann hafi svo farið með hana inn í herbergi og nauðgað henni. Á meðan hafi hann sett kodda fyrir vit hennar og við það hafi hún misst meðvitund aftur.

J.B. segir að Masterson hafi tekið fram byssu og sagt henni að hún mætti hvorki hreyfa sig né segja nokkrum frá.

Viðbrögð Vísindakirkjunnar við meintu ofbeldi

Hún hafi í kjölfarið leitað til Vísindakirkjunnar eftir að vinir og fjölskylda sáu áverka á líkama hennar. Sá starfsmaður kirkjunnar, sem kallast Master-at-Arms og er eins konar siðferðisvörður hjá kirkjunni hafi sagt henni að þetta væri ekki nauðgun. Saksóknarinn sagði:

„Viðbrögð hans voru: Ef þú ætlar að segja mér að þetta hafi verið nauðgun, þá var þetta ekki nauðgun. Þú mátt ekki nota þetta orð. Þú mátt ekki fara til lögreglunnar. Það myndi teljast stórglæpur og ef þú frekur stórglæp þá verður þú útnefnd útilokuð manneskja. Það þýðir að allir aðrir í krikjunni þurfa að loka á þig og þú ert í grófum dráttum orðin óvinur kirkjunnar.“

Getur ekki nauðgað maka þínum

Næst ræddi saksóknir um næsta þolanda, C.B sem er fyrirsæta sem var í sambandi við Masterson í 5-6 ár. Eftir um árs samband hafi Masterson orðið mjög stjórnsamur og agressífur í kynlífi. Hún hefði ítrekað vaknað við að hann væri að hafa samfarir við hana. Einu sinni hafi hún reynt að ýta honum af sér en hann þá haldið höndum hennar og rifið í hár hennar meðan hún öskraði á hann að hætta. Hann hafi svo lamið hana í andlitið og haldið áfram að nauðga henni. Hann hafi líka hrækt framan í hana og kallað hana rusl.

C.B. hafi líka reynt að tilkynna atvikið tí Vísindakirkjunnar en þar fengið svörin „Þú getur ekki nauðgað þínu 2D [Önnur dýnamík sem er það sem Vísindakirkjan kallar maka] Aldrei nota þetta orð aftur.“

Henni hafi einnig verið tilkynnt að Masterson væri að halda henni uppi svo hún ætti að veita honum kynlíf hvenær sem hann vildi.

Í tilfelli N.T. hafi hún komið inn á heimili Masterson, orðið ráðvillt eftir að hann gaf henni áfengan drykk og í kjölfarið verið skipað að fara í heita pottinn, sturtu og svo upp í rúm.

„Hún var ekki með fulla rænu og var mjög hrædd,“ sagði saksóknari. Hún hafi sagt Masterson að hún vildi ekki sofa hjá honum en hann virt það að vettugi og nauðgað henni bæði í sturtunni og í rúminu.

Neitar sök og ætlar að leita réttar síns

Lögmaður Masterson hefur bent á að í málinu liggi ekki fyrir nein lífsýni, engin talhólfsskilaboð og hefur vísað öllum tilvísunum til Vísindakirkjunnar á bug. Málið snúist um þrjár nætur með þremur konum fyrir 20 árum og hvort ákæruvaldið geti sannað, án þess að skynsamlegur vafi liggi fyrir, að Masterson sé sekur.

Masterson sagði í tilkynningu til People fyrst þegar málið kom upp að ásakanirnar væru fásinna.

„Ég ætla ekki að rífast við fyrrverandi kærustu í fjölmiðlum eins og hún hefur reynt að fá mig til að gera í meira en tvö ár. Ég mun sigra hana fyrir dómi og ég hlakka til þess því þá mun almenningur loksins heyra sannleikann og sjá hvernig þessi kona hefur ráðskast með mig. Og þegar það er búið að henda út þessari kæru hennar ætla ég að kæra hana og hinar líka sem hoppuðu á vagninn með henni út af þeim skaða sem þær hafa valdið mér og fjölskyldu minni.“

Dómarinn í málinu hefur takmarkað hversu mikið megi fjalla um Vísindakirkjuna í málinu. „Þetta er ekki að fara að verða dómsmál um vísindakirkjuna.“

Eins var kviðdómur prófaður fyrir mögulegum fordómum gagnvart Vísindakirkjunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda