fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Pressan

Athyglisverð rannsókn – Segja að hægt sé að ná sömu áhrifum og með megrunarkúr

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. október 2022 19:00

Egg eru prótínrík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk ætlar að léttast þá borðar það yfirleitt minna en það gerir það einnig til að lækka blóðþrýstinginn, blóðfitumagnið eða til að forðast að fá sykursýki.  En er í raun nauðsynlegt að fara svangur í rúmið og glíma við svengd og annað sem fylgir megrunarkúrum?

Ef miða má við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er ekki endilega svo. Um litla rannsókn er að ræða og eru niðurstöður hennar að það sé nóg að borða minna af prótínum, sem eru meðal annars í kjöti, fiski, osti, eggjum og hnetum, ef maður vill draga úr líkunum á ýmsum sjúkdómum sem geta valdið sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Videnskab skýrir frá þessu.

Þetta þýðir einfaldlega að ekki þarf að borða minna eða innbyrða færri hitaeiningar. Það á bara að borða minna prótín.

Jonas Thue Treebak, sem er lektor við Kaupmannahafnarháskóla og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að sumir þátttakendanna í tilrauninni hafi verið með sykursýki 2 en hafi losnað við hana með því að fylgja þessu.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nutrients.

Treebak sagði að rannsóknin sýni að það að draga prótínneysluna saman um helming dugi til að ná eiginlega sömu niðurstöðu og að takmarka hitaeininganeysluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald

„Rassaþefarinn“ aftur í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk

Gervigreindarforrit Elon Musk gaf notanda „nákvæmar“ leiðbeiningar um hvernig sé hægt að myrða Musk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu

Ætla að gefa 200.000 flugmiða til að styrkja ferðamannaiðnaðinn í landinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð