fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Eyjan

Trump lét starfsfólk fjarlægja leyniskjöl frá Mar-a-Lago áður en FBI gerði húsleit

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 07:00

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti heimsathygli í ágúst þegar Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, skýrði frá því að hann alríkislögreglan FBI hefði gert húsleit á heimili hans í Mar-a-Lago í Flórída. En hann lét hins vegar hjá líða að skýra umheiminum frá því að áður en húsleitin var framkvæmd lét hann starfsfólk sitt fjarlægja þau skjöl sem FBI leitaði að.

Þetta hafa CNN og The Washington Post eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Að sögn var það einn starfsmanna Trump sem sagði FBI að hann hafi fyrirskipað starfsfólki sínu að fjarlægja skjöl úr skjalageymslu eftir að lögmenn hans fengu húsleitarheimildina í hendurnar í maí.

Miðlarnir segja að FBI sé með upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna starfsfólk Trump bera kassa út úr skjalageymslunni.

Það var sögulegur atburður þegar FBI gerði húsleit heima hjá Trump í byrjun ágúst. Við leitina fundust rúmlega 11.000 skjöl, þar af voru rúmlega 100 stimpluð sem leyniskjöl.

Meðal þessara skjala voru upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign annarra ríkja. Þetta eru svo leynileg skjöl að auk Trump höfðu aðeins æðstu embættismenn í stjórn hans aðgang að þeim.

Um þriðjungur skjalanna, sem FBI fann, var innan um persónulegar eigur Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja

Björn Jón skrifar: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins

Orðið á götunni: Átökin í borginni – stóra prófið fyrir Guðrúnu Hafsteins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?