fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Maisie Williams opnar sig um sársaukafulla fortíð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2022 15:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Maisie Williams opnar sig um fortíðina og barnæsku litaða af áföllum og hvaða áhrif það hefur haft á hana.

Maisie er 25 ára og er þekktust fyrir leik sinn í geysivinsælu HBO-þáttunum Game of Thrones. Hún lék í þáttunum frá því að hún var 12 ára gömul og allt þar til hún varð 22 ára.

Í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO sagðist hún ekki vilja fara út í of mikil smáatriði – systkina og stórfjölskyldunnar vegna – en sagði þetta tengjast föður hennar.

„Sem ung stúlka, fyrir átta ára aldur, átti ég í frekar hryllilegu sambandi við föður minn […] En þetta heltók stóran hluta æsku minnar. Ég hef átt erfitt með svefn síðan á man eftir mér,“ sagði hún.

Leikkonan sagði að hún hafi gengið í gegnum „mörg áföll“ en á þeim tíma hafi hún ekki áttað sig á því að „það sem var að gerast var rangt.“

Hún sagði að í kjölfarið hafi hún glímt við geðræn vandamál og hafi það tekið hana langan tíma að sætta sig við fortíðina.

„Ef ég á að vera hreinskilin, þá hef ég hugsað mikið um þetta. Það er ekki mér að kenna að þessir slæmu hlutir gerðust þegar ég var barn,“ sagði hún.

„Ég hélt að það væri það. Ég hélt að það væri eitthvað verulega að mér.“

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þú getur einnig horft á hann hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun