fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Hvetja til kynlífsverkfalls gegn körlum sem borða kjöt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið reiði í Þýskalandi að dýraverndunarsamtökin Peta hafa hvatt konur til að grípa til verkfallsaðgerða í kynlífi þegar kemur að því að stunda kynlíf með körlum sem borða kjöt. Þeir bera því ábyrgð á meiri losun gróðurhúsalofttegunda að mati Peta.

Þetta fer illa í Þjóðverja sem eru þekktir fyrir ást sína á pylsum.

Þegar fulltrúar þýskalandsdeildar Peta kynntu hugmyndir sínar um kynlífsbann sögðu þeir að konur verði „að fara í kynlífsverkfall til að bjarga heiminum“ og að grípa verði til kynlífsbanns gegn „öllum körlum sem borða kjöt“. The Guardian skýrir frá þessu.

Fulltrúar Peta bentu á niðurstöðu rannsóknar frá Plos One frá því á síðasta ári þar sem kemur fram að karlar mengi 41% meira en konur af því að þeir borða meira kjöt. Segja talsmenn Peta að svona „eitruð karlmennska“ kalli á skírlífi og jafnvel bann við barneignum. Hvert barn sem fæðist ekki spari 58,6 tonn af CO2 á ári.

„Við þekkjum þá öll, úthverfapabbana með bjórflöskur og grilltengur að sýsla með 70 centa pylsur á 700 evru grillinu sínu,“ sagði Daniel Cox, hjá Peta, og sakaði feður um að sýna manndóm sinn með því að borða kjöt. Hann hvatti síðan þýska karla til að gerast grænmetisætur til að börnin þeirra hafi plánetu sem sé þess virði að lifa á.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir kjötætur hvatti Peta til að sérstakur skattur verði lagður á karla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina