fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Landsréttur og Héraðsdómur fetta fingur út í matsgerð umdeilds sálfræðings – Of jákvæð í garð föður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur fettu fingur í matsgerð dómkvadds matmanns í forsjármáli, en matsgerðin þótti of jákvæð í garð föður sem sóttist eftir forsjá barns síns. Sálfræðingurinn sem vann matsgerðinna hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni fyrir neikvæða afstöðu sína í garð mæðra. 

Faðirinn hafði nýlega setið af sér fangelsisdóm fyrir ofbeldisbrot gegn einni barnsmóður og er til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintra brota gegn annarri barnsmóður.

Dómur Landsréttar var birtur í gær og birtist með honum dómur héraðsdóms, en vanalega eru dómar er varða forsjá eða umgengni ekki birtir fyrr en þeir eru komnir fyrir áfrýjunardómstól.

Í dómi héraðsdóms segir um matsgerð að sálfræðingurinn sem dómkvaddur var hafi lagt viðamikil próf fyrir foreldra barnsins og sé niðurstaða matsgerðar sú að báðir foreldrar séu færir til að uppfylla forsjárskyldur sínar hvað varði alla matsþætti sem máli skipti.

„Í ljósi þess að báðir foreldrar teljist vera með fullnægjandi forsjárhæfni, umgengni drengsins við þá hafi verið jöfn og ekkert sem bendi til þess að hann sé ósáttur við það fyrirkomulag, þá sé það niðurstaða og álit matsmanns að mikilvægt sé að umgengni verði áfram jöfn.“ 

Alvarlegir skapgerðarbrestir og erfið saga með fyrrum mökum

Héraðsdómur rekur svo að móðirin hafi síðar lagt fram frekari gögn sem gefi til kynna að staða föður sé ekki eins góð og matsgerð hafi gefið til kynna. Þar á meðal gögn um alvarlega skapgerðarbresti í samskiptum við móður sem og aðra. Fyrir dómi voru leiddar fram sem vitni fyrrum sambýliskonur og unnustur föður og lýstu þær erfiðleikum af kynnum sínum við hann. „En þeirra á meðal er barnsmóðir og fyrrum eiginkona stefnda til fjölda ára, sem hann braut alvarlega gegn.“

Eins væru fyrir liggjandi tilfelli þar sem faðir hafi ekki sinnt því að sækja barnið og vísbendingar um að hann ætti erfitt með að vakna á morgnana.

Því komst héraðsdómur að því að matsgerðin hefði verið of jákvæð í garð föður og var hún ekki lögð til grundvallar niðurstöðu.

Landsréttur tók undir þetta mat héraðsdóms í sinni niðurstöðu en þar segir:

„Þá er tekið undir með héraðsdómi að matsgerð hins dómkvadda matsmanns fjallar um áfrýjanda [föður] og stöðu ans á jákvæðari hátt en efni stóðu til. Þannig virðist til að mynda ekki hafa legið fyrir matsmanni upplýsingar um atvik sem átti sér stað […] […] þar sem kalla þurfti til lögreglu vegna framferðis áfrýjanda. Um önnur atriði varðandi of jákvæða stöðu áfrýjanda í matsgerðinni vísast til niðurstöðu hins áfrýjaða dóms.“ 

Matsmaður sætt harðri gagnrýni

Niðurstaða beggja dómstiga var því að móðir ætti að fara með forsjá drengsins og hann skyldi hafa umgengni við föður langa helgi, frá föstudegi til þriðjudags, aðra hvora viku.

Faðir hafði farið fram á að fá sjálfur forsjá en til vara að forsjá yrði sameiginleg, en móðir lagðist gegn því með vísan til þess að samskipti hennar og föður hafi gengið mjög illa. Féllust bæði dómstig á það að ekki væru fyrir hendi aðstæður fyrir sameiginlega forsjá þegar fyrirséð væri að foreldrar gætu ekki átt í farsælum samskiptum um uppeldi barnsins.

Samkvæmt öruggum heimildum DV var það sálfræðingurinn Ragna Ólafsdóttir sem gerði matsgerðina. Hún hefur undanfarið, ásamt kollegum sínum Gunnari Hrafni Birgissyni og Guðrúnu Oddsdóttur, sætti harðri gagnrýni fyrir ófagleg og hlutdræg vinnubrögð í forsjár- og umgengnismálum.  Guðrún Oddsdóttir var meðdómari í ofangreindu máli.

Þau þrjú hafa verið sökuð um að líta framhjá mikilvægum gögnum sem sýni vanrækslu og ofbeldi í garð mæðra og barna og komið illa fram. Þetta sé alvarlegt vegna þess að gjarnan hafi matsgerðir mikil áhrif við ákvörðun dómstóla á forsjá barna.

Líf án ofbeldis aðstoðaði 10 konur við að stíga fram og lýsa reynslu sinni af þremenningunum en í yfirlýsingu samtakanna sagði:

„Konurnar eru allar félagsmeðlimir í samtökunum Líf án ofbeldis og þær og/eða börn þeirra eru þolendur ofbeldis af hálfu föður. Í stað þess að taka tillit til ofbeldis sem greint er frá, og skylda er að taka tillit til samkvæmt barnalögum, eru mæður og börn látin gjalda fyrir það í málunum að leggja fram gögn og vitnisburði sem staðfesta ofbeldi með beinum og óbeinum hætti.“

Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur og formaður Lífs án ofbeldis, hefur einnig bent á að dómarar hafi lista yfir þröngan hóp matsmanna og oftast sé kallað eftir sama fólkinu. Sjálf hafi hún sótt um að komst á námskeið sem haldið var til að fá nýtt fólk inn og komst þá að því að ekki fá allir sálfræðingar að mæta á námskeiði heldur virðist það vera ákveðið með geðþóttaákvörðunum. Gabríela ætlaði sér ekki sjálf að verða matsmaður heldur vildi kynna sér fræðin.

„Hvað hafa þau að fela? Ef að þau vilja hafa allt uppi á borðum, af hverju þá ekki bara bjóða fólki að koma og við bara tölum saman. … Þetta er ekki alveg í takti við hvernig vísindasamfélagið virkar. Það er fullkomlega eðlilegt að gagnrýna vinnubrögð eða óvísindalegar aðferðir. Það er bara þannig að maður gerir það í vísindaheiminum og það eiga ekki að vera neinir eineltistaktar. Þetta eru ekki bara eineltistaktar, þau eru að taka sér eitthvað vald sem þau eiga ekki að hafa. Þau eru að hafa áhrif á hverjir geta orðið matsmenn,“ sagði Gabríela í viðtali í hlaðvarpinu Eigin Konur í apríl.

Sjá einnig:

Synjað um aðgang að námskeiði fyrir matsmenn í forsjármálum – „Hvað hafa þau að fela?“

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Þetta eru spurningarnar sem matsmennirnir þrír neita að svara

Fimm kvartanir til siðanefndar – Sálfræðingafélagið hefur ekki eftirlitshlutverk

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi