fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Hjörleifur segir flokkssystur sínar vera svikakvendi og að hann hafi ekki beitt þær ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 07:00

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að allt logi hjá Flokki fólksins á Akureyri eftir að þrjár konur, úr forystu flokksins í bænum, stigu fram og báru þá Jón Hjaltason og Brynjólf Ingvarsson, flokksbræður sína, alvarlegum sökum. Einnig komu fram ásakanir á hendur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni, fyrrverandi ritstjóra Vikudags á Akureyri og kosningastjóra flokksins.

Konurnar þrjár, Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving, boðuðu til blaðamannafundar í gær til að skýra frá upplifun sinni og líðan síðustu mánuði. Á fundinum sögðu þær að Hjörleifur hefði margoft áreitt þær kynferðislega.

„Þetta er tóm lygi, þessar konur eru svikakvendi, en aftur á móti hef ég haft í flimtingum oftar en einu sinni að ég hafi aldrei tekið á konu nema undir sæng við eðlilegar aðstæður. En það er helber lygi að ég hafi beitt þær ofbeldi,“ sagði Hjörleifur í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.

Á fundinum sögðu þær að enn frekari trúnaðarbrestur hefði orðið þegar þær ræddu samskiptin og afleiðingar þeirra við Jón og Brynjólf. Jón hefði öskrað og látið skap sitt bitna á húsgögnum.

Þær sögðu að Hjörleifur hefði margoft reynt að fá eina þeirra til að verja kvöldstund með honum. Þegar hún hafi bent honum á að hún eigi lítið barn hafi hann sagt að hún gæti tekið barnið með.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti