fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Árum saman var sælgæti troðið ofan í þroskahamlaða – Hryllingurinn að baki ,,laugardagsnamminu“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 16. september 2022 20:00

Nokkrur af ,,tilraunadýrunum" að baki laugardagsnamminu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrramálið þramma landsmenn með börn sín á nammibari verslana til kaupa á hinu hefðbundna laugardagsnammi. Að takmarka nammiát við laugardaga er seinni tíma hugmynd sem ættuð er frá Svíþjóð. Hún var sett fram með tannverndarsjónvarmið í huga og hefur notið blessunar og velvildar heilbrigðisyfirvalda. Eðlilega.

En sagan að baki laugardagsnamminu en ljótari en nokkurn gæti grunað. Saga sem Svíar vilja gleyma.

Sænskur tannlæknir ásamt sjúklingi árið 1936. Tannheilsa Svía var í molum á þessum árum.

Lítið var vitað um orsakir tannskemmda fyrir um hundrað árum síðan. Ýmsar kenningar voru á þó á lofti. Áfengi, sterkum mat, vítamínskorti og jafnvel sjálfsfróun var kennt um.

Neyðarástand 

Á fjórða áratug síðustu aldar var Svíum orðið ljóst að til einhverra ráða þyrfti að grípa, ekki síst eftir að rannsókn leiddi í ljós að 83% tanna í þriggja ára börnum voru skemmdar. Í ofanálag voru engan vegin nógu margir tannlæknar í Svíþjóð til að gera við allan þennan fjölda skemmdra tanna.

Talið var árangursríkast til lengri tíma að herða forvarnir en fáar rannsóknir höfðu verið gerðar um orsök tannskemmda og engar sem sýndu afgerandi niðurstöður sem treysta mátti. Heilbrigðisyfirvöld voru hreint ekki viss um hvernig tækla ætti málið.

Var því ákveðið að gera viðamikla og vandaða rannsókn til að finna út í eitt skipti fyrir öll hvað væri að valda rotnandi tönnum sænsku þjóðarinnar. Ákveðið var að gera rannsóknir á fólki en ekki dýrum og varð rannsóknin að fara fram í lokuðu umhverfi þar sem unnt væri að hafa fulla stjórn á ,,tilraunadýrinunum.” Aðeins með slíkum hávísindalegum vinnubrögðum væri hægt að tryggja réttmæti niðurstaðanna.

En hvar var slíkt umhverfi að finna? Auðvitað á geðsjúkrahúsum.

Sænsk sælgætisbúð árið 1946. Mynd/Getty

Í tíu ár, frá 1945 til 1955, voru sjúklingar á fjórum geðsjúkrahúsum notaðir sem tilraunadýr án þeirra vitneskju eða samþykkis.

Til að bæta gráu ofan á svart var það sykur- og sælgætisiðnaðurinn sem greiddi fyrir bróðurpart ,,rannsóknanna”.

,,Mestu fávitarnir“

Lengst var gengið á Vipeholm sjúkrahúsinu sem hýsti ,,mestu fávitana” að mati yfirvalda. Með öðrum orðum voru valdir viðkvæmustu meðlimir þjóðfélagsins, hjálparvana fólk sem ekki var í aðstöðu til að rísa upp, segja sína skoðun eða neita þátttöku.

Flestum var hvort eð er sama um þenna jaðarhóp.

Svíar voru þó langt því frá að vera einir við framkvæmd slíkra rannsókna á þessum árum. Rannsókna, sem í dag þykja bæði siðlausar og glæpsamlegar. Út um allan heim, ekki síst í Bandaríkjunum, var fólk óafvitandi smitað sjúkdómum, gefin hugarfarsbreytandi lyf og jafnvel sprautað geislavirkum efnum. Að ógleymdum skelfilegum ,,rannsóknum” í útrýmingarbúðum nasista.

Fyrstu tvö árin var áherslan á vítamíninntöku sjúklinga og kannað hvort að hinar ýmsu tegundir og skammtar af vítamínum hefðu áhrif á tannheilbrigði sjúklinganna. En árið 1947 varð breyting á. Stjórnendur rannsóknarinnar ákváðu að skipta úr vítamínum og yfir í sykur.

Í tvo ár var hver sjúklingur neyddur til að borða allt að 24 stykki af af límkenndu sykurjukki á dag, hálfgerðri karamellu. Reyndar þótti sælgæti sem stóð almenningi til boða ekki nógu sykrað né festast nægilega vel við tennur og því var ,,sælgætið” sérstaklega framleitt fyrir ,,tilraunina”.

Öruggt magn tilgangurinn

Lagt var upp með spurninguna hversu mikið magn af sykri skemmdi tennur og á hve löngum tíma. Það lék aldrei vafi á að tennur sjúklingana myndu eyðileggjast og virðist ekki nokkur sála hafa haft nokkuð út á það að segja. Stóra spurningin var um tengsl magns og tíma.

Finna átti út í eitt skipti fyrir öll hvað væri ,,öruggt” magns sælgætis fyrir almenning.

Að tveimur árum liðnum var ákveðið (í nafni vísindanna) að skipta út sykurjukkinu fyrir ,,venjulegra” fæði sem þó var að langmestu byggt upp á kolvetnum. En þá voru 50 af þeim 660 sem sjúklingum sem notuð voru sem tilraunadýr búin að missa allar sínar tennur.

Viperholm sjúkrahúsið. Til hægri má sjá myndir úr skjölum rannsóknarinnar.

Rannsóknin átti eftir að halda áfram allt til 1955. Vísindamennirnir voru himinlifandi með niðurstöðurnar og litið svo á að rannsóknin hefði heppnast fullkomlega.

Árið 1957 var ítarleg skýrsla um tengsl sælgætis og tannskemmda lögð fyrir stjórnvöld.

Upphaf lördagsgodis

Eftir lestur skýrslunnar töldu yfirvöld líklegast til árangurs að hvetja almenning til að draga úr sælgætisáti. Og hvað gat verið snjallara en takmarka nammiátið við einn dag vikunnar?

Kannski laugardaga?

Blásið var til heljarinnar herferðar í fjölmiðlum og skólum, bæklingar voru sendir inn á öll sænsk heimili og plaköt hengd upp um borg og bæi. Ekki skyldi banna eitt né né neitt heldur hvetja til hófsemi. Slagorðið var – í lauslegri þýðingu: ,,Allt það sælgæti sem þú getur í þig látið en aðeins einu sinni í viku.

Nammidagurinn, eða lördagsgodis, hafði litið dagsins ljós.

Árangurinn var framar öllum vonum og á örfáum árum batnaði tannheilsa Svía gríðarlega.

En á kostnað sjúklinganna á geðsjúkrahúsum sem ekki aðeins voru sviptir tannheilsunni heldur einnig virðingu sinni og grundvallar mannréttindum.

Eigið góðan nammidag og muna að bursta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun