fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Banna kjötauglýsingar á almannafæri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 19:00

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í hollensku borginni Haarlem, sem er vestan við Amsterdam, hefur ákveðið að banna kjötauglýsingar á almannafæri frá og með 2024. Ástæðan er að kjöt er talið eiga stóran hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar. Borgin er sú fyrsta í heimi sem bannar auglýsingar af þessu tagi.

The Guardian segir að bannað verði að auglýsa kjöt á strætisvögnum, strætóskýlum og auglýsingaskjám á almannafæri.

Kjötframleiðendur hafa brugðist illa við þessu og segja að með þessu séu borgaryfirvöld að ganga of langt í að segja fólki hvað sé gott fyrir það.

Rannsóknir benda til að matvælaframleiðsla eigi sök á þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda og að kjötframleiðsla mengi tvöfalt meira en framleiðsla á plöntufæði.

Ziggy Klazes, úr flokki Græningja, sem lagði tillöguna um bannið fram, sagðist ekki hafa vitað að borgin verði sú fyrsta í heimi til að banna kjötauglýsingar á almannafæri þegar hún lagði tillöguna fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því