fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Hrottaleg árás í Stórholti – Andlitið var saumað saman

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. september 2022 15:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært 34 ára gamlan karlmann fyrir „sérstaklega hættulega líkamsárás.“ Í ákæru saksóknara sem DV hefur undir höndum er árásin sögð hafa átt sér stað þann 7. desember 2020 að Stórholti 26. Mun maðurinn hafa ráðist að 45 ára gömlum karlmanni og slegið hann ítrekað með glerflösku í andlitið þar til hún brotnaði.

Mun brotaþoli hafa hlotið alvarlega áverka af árásinni, þar á meðal sex skurði á höfði. Þurfti enn fremur að sauma andlit mannsins saman, að því er kemur fram í ákæru héraðssaksóknara.

Mál héraðssaksóknara verður þingfest á morgun í Héraðsdómi Reykjaness. Krefst saksóknari að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir brotaþoli í málinu kröfu um greiðslu 1,5 milljóna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“