fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Diaz valdi Liverpool fram yfir Lundúnir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 12:30

Luis Diaz fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Diaz gekk í raðir Liverpool frá Porto í janúar síðastliðnum. Hann hefði þó getað farið annað.

Fjölmörg félög höfðu áhuga á Kólumbíumanninum, þar á meðal þrjú úr ensku úrvalsdeildinni, hið minnsta.

Samkvæmt Fabrizio Romano, sérfræðingi í félagaskiptamálum knattspyrnumanna, var Tottenham nálægt því að festa kaup á Diaz. Þá hafði West Ham einnig áhuga.

Að lokum vildi leikmaðurinn þó ólmur spila undir stórn Jurgen Klopp og leika í Meistaradeild Evrópu.

Hinn 25 ára gamli Diaz hefur frá komu sinni til Liverpool skorað tíu mörk í 34 leikjum. Þá hefur hann lagt upp önnur fimm.

Liverpool hefur farið afar illa af stað á þessari leiktíð. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir sex leiki. Þá tapaði Liverpool fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni gegn Napoli, 4-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United