fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Nýjar og eldfimar upplýsingar um húsleitina heima hjá Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 08:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra skjala sem bandaríska alríkislögreglan FBI fann við húsleit heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, fyrir mánuði síðan voru háleynileg skjöl um kjarnorkuvopn annars ríkis. Það þykir að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál að leyniskjöl hafi legið óvarin á heimili Trump en nú eru komnar fram upplýsingar um önnur háleynileg skjöl sem fundust á heimilinu.

Það var Washington Post sem skýrði frá því að skjöl um kjarnorkuvopnamál annars ríkis hafi fundist heima hjá Trump. Blaðið hefur einnig skýrt frá því að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum þá hafi skjöl sem innihalda upplýsingar um aðgerðir bandarískra leyniþjónustustofnana fundist heima hjá Trump. Það getur lyft málinu upp á annað og enn hættulegra stig fyrir forsetann fyrrverandi.

Mörg þeirra skjala sem fundust heima hjá Trump eru svo leynileg að aðeins æðstu embættismenn og stjórnmálamenn í embættistíð Trump höfðu aðgang að þeim. Skjölin eru með svo háa leyndarflokkun að starfsmenn FBI, sem framkvæmdu húsleitina, höfðu ekki heimild til að fara yfir þau og það sama á við um marga af þjóðaröryggisráðgjöfum Joe Biden forseta.

Washington Post segir að skjölin séu svo leynileg að það eigi að geyma þau í sérstöku öryggisrými. En þess í stað lágu þau heima hjá Trump í 18 mánuði án þess að viðeigandi öryggisráðstafana væri gætt.

Spurningin sem margir velta auðvitað fyrir sér er hvað Trump ætlaði að gera við öll þessi leyniskjöl? Sjálfur hefur hann gefið til kynna að hann hafi ætlað að koma eiginn forsetabókasafni á laggirnar og að það eigi að heita „Donald J. Trump Presidental Library and Museum“.

Hann hefur einnig sakað aðra fyrrum forseta um að hafa tekið skjöl með sér úr Hvíta húsinu þegar þeir létu af embætti. Þar á meðal Barack Obama en Trump sagði hann hafa tekið 30 milljónir skjala með sér. Þessu hafa talsmenn þjóðskjalasafnsins neitað og segir að leyniskjöl frá valdatíð Obama séu undir lás og slá í Washington D.C.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn