fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 09:00

Einn miðanna. Mynd:Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa miðar, þar sem yfirburðum hins hvíta norræna manns er hampað, verið límdir upp á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Á þeim er einnig tekin afstaða gegn samkynhneigðum. Á sumum miðanna er græn ör en hún er merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni Helga Heiðdal, sem starfar hjá Háskólanum á Akureyri, að honum hafi brugðið í brún við að sjá þessa miða með merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið segist hafa upplýsingar um að miðar af þessu tagi hafi verið límdir upp í Reykjadal í Þingeyjarsveit og á Húsavík.

Á einum miðanum er vísað á heimasíðu Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Norðurvígi, en hún er vistuð í Svíþjóð.

Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í hatursglæpum, sagði í samtali við Fréttablaðið að engin spurning sé um að Norðurvígi sé hluti af samnorrænni nýnasistahreyfingu. „Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning, þannig fjalla fræðin um þetta. Við erum að tala um forræðishyggju sem stendur vörð um hvíta kynstofninn, að hann byggi á menningarlegum arfi, sem stenst ekki skoðun,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar
Fréttir
Í gær

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku

Þrír milljarðar sem fórnarlamb Jeffrey Epstein fékk eru horfnir – Gruna eiginmanninn um græsku
Fréttir
Í gær

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskri púsluspil sem skólameistari hafi komið fyrir í setustofu