fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Grunur vaknaði um framhjáhaldið í miðjum klíðum – Þetta kom henni á sporið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vinsælt á TikTok að deila frásögnum af því hvernig framhjáhald komst upp í samböndum. Ein kona deildi heldur betur furðulegri vísbendingu sem kom henni á sporið.

Pernille Torhov frá Noregi greindi frá uppgötvun sinni nýlega á TikTok í myndbandi sem hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf.

„Hann hafði meira úthald en vanalega,“ sagði Pernille í myndbandinu. Kærastinn hennar var þá nýlega kominn úr ferðalagi.

Þau höfðu verið saman í um fjóra mánuði þegar hann sagði henni að hann væri að fara í bústaðaferð með vinum. Síðan þegar hann kom til baka sváfu þau saman en þá runnu tvær grímur á Pernille þegar maðurinn hafði mun meira úthald en hann ætti að hafa miðað við að það var vika síðan þau hittust, allavega að hennar mati.

„Ég hugsaði með mér að þetta væri svolítið furðulegt, en ég sagði ekkert við hann.“

Hún ákvað að leiða þetta hjá sér því hún elskaði manninn. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um að hún væri að ofhugsa þetta en síðan játaði maðurinn allt í gegnum Snapchat skilaboð.

„Mér líður illa og ég er óánægður með sjálfan mig því það er nokkuð sem ég þarf að segja þér. Einn af strákunum bauð tveimur stelpum með í bústaðinn og ég endaði með að sofa hjá annari þeirra,“ sagði í skilaboðunum.

Hann hélt áfram og útskýrði að hann hafi ekki viljað sofa hjá þessari konu en önnur þeirra hafi svo þurft að gista þar sem hún hafði ekki far heim, og það voru bara tvö rúm.

„Hún svaf í mínu herbergi og svo fór sem fór en það er engin afsökun. Mér fannst þetta heimskulegt af mér.“

Hann benti á að hann og Pernille hefðu ekki átt samtalið um að þau væru bara að hitta hvort annað en honum liði engu að síður illa með þetta.

Pernille sagðist vera eyðilögð eftir þessa játningu. „Þegar ég las skilaboðin var ég slegin og augljóslega hrygg. Hann kom heim til mín og svaf hjá mér beint eftir að hafa sofið hjá þessari stelpu í bústaðaferðinni.“

Hún var einnig sár yfir að hann hafi ákveðið að koma, sofa hjá henni, og segja henni svo satt í gegnum skilaboð. Hún krafðist því þess að hann kæmi og hætti með henni í eigin persónu. Þær samræður gengu vonum framar og ákvað Pernille að gefa þessu annan séns.

„Ég ákvað að gefa honum annan séns og hann reyndist vera mjög yndislegur og góður strákur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“