fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

María Dís og Þröstur keyptu kynlífstækjaverslunina Hermosa

Eyjan
Laugardaginn 3. september 2022 16:30

María Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Marel Valsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Marel Valsson hafa formlega tekið við rekstri unaðsvöruverslunarinnar Hermosa.is, en skrifað var undir kaupsamning í byrjun ágúst þar sem að keyptur var stór lager félagsins ásamt öllum rekstri.

Í tilkynningu kemur fram að Hermosa.is sé vefverslun sem sérhæfir sig í sölu á gæða kynlífsvörum á góðu verði og hefur lagt kapp á að veita viðskiptavinum sína framúrskarandi þjónustu allt frá opnun verslunarinnar árið 2019.

„Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu í góðum höndum og upplifun viðskiptavina var okkur afar hjartfólgin í söluferlinu, enda höfum við frá opnun lagt gríðarlega áherslu á góða þjónustu og ánægða viðskiptavini sem versla hjá okkur aftur og aftur. María Dís og Þröstur stóðu upp úr í hópi margra áhugasamra kaupenda, enda bæði með mikla reynslu í rekstri og þjónustu og áherslur þeirra algjörlega á pari við þær sem við höfum verið með í rekstrinum“ segir Vilhjálmur Þór, fyrrum eigandi Hermosa.

„Við munum að sjálfsögðu kappkosta við að veita viðskiptavinum Hermosa áfram toppþjónustu. Unaðsverndin verður áfram á sínum stað og fríar sendingar á Dropp stöðvar um allt land, ásamt því að við munum leggja áherslu á að bæta við vöruúrval verslunarinnar og halda verðum samkeppnishæfum. Það eru síðan gríðarlega skemmtilegir tímar framundan þar sem jólatörnin hefst snemma í þessum geira. Jóladagatölin hafa verið ein vinsælasta söluvara félagsins undanfarin ár, en sala á þeim fer á fullt innan skamms og svo erum við að bæta um 300 vörunúmerum við vöruúrvalið hjá okkur þessa dagana“ segja María Dís og Þröstur, nýjir eigendur Hermosa.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“