fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur spyr hvenær komi að skuldadögum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 07:58

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamannalandið Ísland er umfjöllunarefni leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnin „Skuldadagar“ og er skrifaður af Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra.

„Ísland er að stimpla sig inn í hugum ferðamanna sem dýrasta land í Evrópu – og þótt víðar væri leitað um álfur og alla kima heimskringlunnar. Og enda þótt dýrtíðin hér á landi hafi verið þekkt um nokkra árafjöld – og það langt út fyrir landsteinana – hefur óhófið í verðlagningunni jafnan verið í námunda við önnur dýrkeyptustu ferðamannalöndin í heimi hér. En nú er að verða breyting á. Eftir margra missera kreppu farsóttartímans er Ísland að stökkva fram úr öðrum dýrustu löndunum í græðgi og ógegnd, svo sem Noregi sem löngum hefur verið á pari við Ísland hvað okrið varðar,“ segir Sigmundur í upphafi leiðarans.

Hann bendir síðan á að Fréttablaðið hafi að undanförnu birt fréttir af verðlagningu á nokkrum af viðamestu þáttum ferðaþjónustunnar sem sé að verða svo há að önnur lönd séu að verða hálfdrættingar á við Ísland. Næturgisting á fjögurra stjörnu hóteli í Reykjavík kosti rúmlega tvöfalt meira en á sambærilegu hóteli í miðborg Osló. Það sama eigi við um bílaleigur.

„Forkólfar ferðaþjónustunnar á Íslandi verða að fara að hugsa sinn gang í þessum efnum. Er ætlunin að ógna orðspori Íslands sem áhugaverðs áætlunarstaðar með gegndarlausri verðbólgu, svo óstjórnlegri að fara verður að afskrifa stærstan hluta ferðamanna hingað til lands, sjálfan millitekjuhópinn, sem jafnan hefur verið hryggjarstykkið í túristaflórunni hér á landi?“ segir hann síðan og bætir við að vandinn sé víðtækari en þetta. Hér á landi sé þjónustan oft lélegri en gengur og gerist í þeim löndum sem verðleggja sig sem helstu lúxus-áfangastaði heimsins.

„Hjá nokkrum smærri bílaleigum landsins, þar sem lukkuriddararnir ráða ríkjum í skjótgróðahugsuninni einni saman, er verið að leigja bíla sem eru hátt í tíu ára gamlir og eknir 200 þúsund kílómetra, svo sem dæmin sanna. Og kunnar eru sögurnar af bilunum þessara bíla, þegar leigutakarnir hafa þurft að panta dráttarbíl og sitja svo sjálfir uppi með kostnaðinn af klúðrinu, á þriðja hundrað þúsund krónur. Þetta eru dæmisögurnar sem heyrast frá Íslandi. Og berast út um allan heim. Spurningin er þá líka sú hvenær komið verður að skuldadögum?“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“