fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Fyrrverandi borgarstjóri handtekinn fyrir að „móðga rússneska herinn“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 17:30

Mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi borgarstjóri fjórðu stærstu borgar Rússlands var tekinn höndum af lögreglu í dag fyrir að móðga rússneska herinn. Reuters greindi frá þessu. Grímuklæddir lögreglumenn sáust ráðast inn á heimili Jevgeníj Roizmans. Hann var borgarstjóri Jekaterínborgar á árunum 2013 til 2018 ásamt því að vera áhrifamikill andstæðingur rússnesku ríkisstjórnarinnar. Roizman sagðist hafa verið handtekinn „fyrir eina setningu, „innrásin í Úkraínu.““ Hann bætti við: „Í rauninni er mergur málsins sá að ég kallaði stríð stríð. Það er allt. Því miður hef ég mér enga vörn.“

Samkvæmt Guardian aflaði Roizman sér stuðnings með beinskeyttri og oft á tíðum dónalegri gagnrýni á rússnesku ríkisstjórnina og er þekktur fyrir að móðga og gera grín að embættismönnum á samfélagsmiðlum. Hann hefur lengi notið mikilla vinsælda meðal Rússa um allt landið og þess vegna er talið að yfirvöld í Moskvu hafi látið hann vera hingað til. Nú virðist sem Kremlinu hafi snúist hugur og eru yfirvöld að ganga enn lengra í að þagga niður í andstæðingum sínum en áður fyrr.

Að kalla „sérstöku hernaðaraðgerð“ Rússlands innrás eða stríð gæti leitt til allt að fimm ára fangelsisvistar. Roizman hafði áður verið sektaður þrisvar fyrir að gagnrýna Kremlið og herinn á árinu. Mótmælt var handtöku hans í Jekaterínborg og munu því yfirvöld líklega flytja hann til Moskvu til að forðast frekari óeirðir, samkvæmt AP.

Mannréttindasamtök segja að nær 16.500 Rússar hafa verið handteknir fyrir að mótmæla innrásinni síðan hún hófst síðastliðinn febrúarmánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“