fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hnífaárás á Lækjartorgi í nótt og fullar fangageymslur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 09:27

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt í kjölfar Menningarnætur. Svo mikið að lögreglan þurfti að vista fólk í fangaklefum lögreglunnar í Hafnarfirði eftir að fangageymslur i Reykjavík fylltust.

Samkvæmt dagbók lögreglu komu upp fjölmörg mál vegna ölvunar og annarslegs ástands.

Um hálf þrjú leytið í nótt var tilkynnt um hnífaárás á Lækjartorgi en þar urðu tveir menn fyrir árás og voru fluttir á slysadeild. Árásaraðilar fundust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins, en mun rannsókninni að sögn lögreglu miða vel.

Fleiri mál komu upp vegna vopnaburðar og segist lögreglan hafa haldlagt nokkra hnífa.

Síðan voru þó nokkrir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þrír af þeim gistu í fangageymslu þar sem þeir höfðu valdið umferðaróhöppum eða slysum og mál þeirra því þarfnast frekari rannsóknar.

Lögregla þurfti svo að aka þónokkrum aðilum heim í nótt sem höfðu drukkið of mikið. Eins voru nokkur slys sem rekja má til ölvunar og mikið um minniháttarmál og tilkynningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES