Tanguy Ndombele er genginn í raðir Napoli á Ítalíu en hann kemur til félagins frá Tottenham.
Ndombele er 25 ára gamall miðjumaður en hann hefur leikið með Tottenham í þrjú ár og stóðst ekki væntingar.
Ndombele skrifar undir lánssamning út tímabilið og getur Napoli svo keypt hann endanlega fyrir 25 milljónir punda.
Það er mun minna en Tottenham borgaði fyrir leikmanninn 2019 en hann kostaði þá 60 milljónir punda.
Ndombele var lánaður til Lyon á síðustu leiktíð og er ekki í plönum Antonio Conte, stjóra Tottenham.