fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Spánverjar setja reglur um notkun loftkælinga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 15:00

Það er ekki sjálfsagt að setja upp loftkælingar í húsum í bænum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænsk stjórnvöld hafa sett nýjar og strangar reglur, sem kveðið er á um í nýsamþykktum lögum, um notkun loftkælinga í opinberum byggingum. Tilgangurinn er að spara orku.

Samkvæmt nýju reglunum mega loftkælingar ekki vera stilltar á lægri hita en 27 gráður að sumri til.

Daily Mail skýrir frá þessu. Á veturna mega þær ekki vera stilltar á meira en 19 gráður.

Með þessu á að spara gas fyrir veturinn ef ske kynni að Pútín skrúfi fyrir gasstreymið frá Rússlandi. Ef það gerist mun veturinn verða mjög erfiður í mörgum Evrópuríkjum.

Lögin kveða einnig á um að eftir 22 verði verslanir að slökkva á ljósum í gluggum. Einnig verður bannað að lýsa opinberar byggingar upp.

Lögin kveða á um að í lok september verði húsnæði, sem er með loftkælingu eða er hitað upp, að hafa sjálfvirkar dyr til að forðast orkusóun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“