fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Kona og tvö börn hennar frelsuð úr 17 ára ánauð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 20:00

Brasilískur lögreglumaður. Mynd:Governo do Rio de Janeiro/Marcelo Horn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísk kona og tvö börn hennar voru frelsuð úr ánauð í síðustu viku. Konunni og tveimur fullorðnum börnum hennar hafði verið haldið  í ánauð í 17 ár af eiginmanni konunnar en hann er einnig faðir barnanna.

Brasilísk yfirvöld skýrðu frá þessu í síðustu viku. Það var lögreglan sem frelsaði þau og voru þau öll vannærð og þjáðust af vökvaskorti. Þeim var haldið í húsi í vesturhluta Rio de Janeiro.

Það var nafnlaus ábending sem kom lögreglunni á sporið.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan og börn hennar hafi verið bundin föst þegar lögreglan frelsaði þau. Þau hafi verið skítug og soltin.

Börn konunnar eru 19 og 22 ára að sögn brasilískra fjölmiðla.

Fólkið var allt lagt inn á sjúkrahús.

Brasilíski fjölmiðillinn G1 segir að móðirin hafi sagt lögreglunni að hún og börnin hafi stundum ekki fengið mat í þrjá daga í röð og að þau hafi reglulega verið beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Eiginmaður hennar sagði henni að hún myndi ekki fara út úr húsinu „fyrr en hún væri dauð“ að sögn konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar