fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Það er óheilsusamlegt að bora í nefið segja vísindamenn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 11:00

Sumir bora í nefið og auka þar með líkurnar á að fá COVID-19.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alveg útilokað að þú sért með fingur í annarri nösinni á meðan þú ert að lesa þetta. Öllum finnst okkur þetta ógeðsleg en samt sem áður gerum við þetta flest ef ekki öll.

En það er ekki nóg með að þetta sé ógeðslegt því heilsu okkar stafar einnig hætta af þessu.

Þetta kemur fram í grein sem þrír vísindamenn skrifuðu í The Coversation.

The Conversation er miðill þar sem vísindamenn birta fréttir og annað um rannsóknir þeirra og rannsóknarsvið sín.

En hvað er hor eiginlega?

Fyrst og fremst slím. Þetta slím er ekki þarna af ástæðulausu. Það er nefnilega fyrsta vörn líkamans gegn sýkingum, veirum og öðru skaðlegu sem getur á einn eða annan hátt komist upp í nasirnar.

Vísindamennirnir segja að það geti til dæmis verið asbest, frjókorn eða jafnvel blý.

Hlutverk slímsins er fanga þessa óboðnu gesti og síðan ráðast náttúrulegar bakteríur nefsins til atlögu við þá. Með þessu eru hugsanlegar hættur, sem geta komist inn í líkamann, stöðvaðar skrifa vísindamennirnir.

NEMA maður stingi fingri upp í nösina og trufla það góða og mikilvæga starf sem þar fer fram. Fyrir það fyrsta getur þetta orðið til þess að bakteríur og veirur setjist á fingurna og berist til annarra staða á líkamanum. Staða þar sem þær eiga ekkert erindi.

Þess utan dreifast bakteríurnar ekki bara á nasaborarann sjálfan, þær geta borist á annað fólk og umhverfið, ekki síst ef þú rúllar horinu saman og losar þig við það.

Vísindamennirnir segja að það geri hlutina enn verra ef þú tilheyrir þeim hópi sem leggur í vana sinn að borða horið. Með því að gera það innbyrðir þú hugsanlega hættuleg efni sem slímið í nefinu reyndi að koma í veg fyrir að kæmist inn í líkamann.

Það er því ekkert annað að gera, jafnvel þótt það sé erfitt, en að hætta að bora í nefið.

Vísindamennirnir segja að besta lausnin sé að snýta sér og þvo sér síðan um hendurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi