fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Tveggja innbrotsþjófa leitað – Notuðu gamlan bremsudisk til að brjótast inn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. júlí 2022 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn á verkstæði á Dalvegi í Kópavogi kl. 6 á sunnudagsmorguninn en afhæfi innbrotsþjófanna náðist allt á eftirlitsmyndavélar. Er þeirra nú leitað og vonir standa til að takist að hafa hendur í hári þeirra í dag.

Alexander Kilmak ræddi við DV vegna málsins. „Þjófavarnakerfið fór í gang og þeir flúðu af vettvangi í áttina að Orkunni,“ segir Alexander og staðfestir að þjófarnir hafi ekki náð neinu. „Þeir brutust inn með því að nota gamlan bremsudisk, brutu rúðu og komust inn. Þá fór kerfið í gang og þeir voru ekki lengi að. Fóru beint í peningaskápinn sem var tómur og já, hlupu svo í burtu í áttina að Orkunni.“

Alexander segir að þjófarnir hafi í raun ekki skemmt neitt meira en rúðuna og ekki náð neinum verðmætum með sér. Eins og myndir bera með sér eru andlit þeirra vel hulin en getgátur eru uppi um að annar sé kona en hinn karl. Þeir gætu þó báðir verið karlar.

Alexander er í sambandi við lögreglu vegna málsins. Hann segist telja sig vita hver annar þjófurinn er og segir hann aka á gömlum, rauðum Avensis. Hann segist mögulega fá viðbótargögn um mennina frá Orkunni í dag. Mun hann einnig gefa lögreglu viðbótarupplýsingar um málið í dag. „Ég held ég sé búinn að finna manninn, það gæti verið kona með honum,“ segir Alexander, sem grunar einn einstakling sterklega.

Þess má geta að Alexander er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi frá 9 ára aldri og talar reiprennandi íslensku. Hann starfaði sem túlkur hjá Alþjóðasetri Íslands en rekur nú bílaverkstæði. Alexander fjallar um þetta mál á Facebook-síðu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum