fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Neco Williams seldur til Nottingham Forest

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 09:47

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest hefur staðfest komu varnarmannsins Neco Williams en hann kemur til liðsins frá Liverpool.

Um er að ræða 21 árs gamlan bakvörð sem kostar nýliða í ensku úrvalsdeildinni 16 milljónir punda.

Williams er landsliðsmaður Wales og hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Liverpool á þremur árum.

Hann hefur allan sinn feril verið bundinn Liverpool en var lánaður til Fulham á síðustu leiktíð og lék þar 14 leiki og skoraði tvö mörk.

Williams mun eflaust styrkja lið Forest sem þarf á öllum liðsstyrk að halda ef liðið ætlar að halda sér í efstu deild.

Williams skrifaði undir fjögurra ára samning við Forest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum