fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Byrjuðu saman fyrir tveimur árum en gætu átt sama föður – Bíða nú eftir niðurstöðum DNA-prófsins

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 07:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Carley og Mercedes, sem eru báðar frá Kanada, byrjuðu saman fyrir um tveimur árum síðan en þær eru báðar á miðjum þrítugsaldri. Þær segjast hafa verið óaðskiljanlegar síðan þær horfðu í fyrsta skipti hvor á aðra þegar þær voru staddar á bar. Þegar þær voru að ræða saman við mæður sínar fór gamanið þó að kárna.

Mæður þeirra fóru nefnilega að tala um fyrri elskhuga sína og upp komst að mæður þeirra beggja höfðu sofið hjá sama manninum á svipuðum tíma. Í kjölfarið kom upp grunur um að þær gætu verið aðeins meira en bara kærustur, þær gætu verið hálfsystur líka.

Í samtali við Daily Star ræða þær Carley og Mercedes um möguleikann á að þær séu hálfsystur en þær fóru nýlega í DNA próf. Þær eru ekki ennþá komnar með niðurstöður úr prófinu en þær ætla ekki að setja sambandið sitt á pásu á meðan þær bíða eftir niðurstöðunum.

Þegar þær voru spurðar hvort þær ætli að halda sambandinu áfram ef í ljós kemur að þær eru í raun og veru hálfsystur vildu þær ekki svara hreint út. „Þetta er mjög erfið spurning, sérstaklega þar sem það hafa svo margir skoðun á þessu, en við höfum ákveðið að halda svarinu við henni út af fyrir okkur þar til niðurstöðurnar koma í ljós,“ segja þær.

Carley og Mercedes hafa opnað sig um DNA-prófið á samfélagsmiðlinum TikTok og vakið þar mikla athygli. Þær bjuggust við að fá mun meira af neikvæðum viðbrögðum. „Viðtökurnar hafa í rauninni verið mun betri en við bjuggumst við. Yfir helmingurinn af athugasemdunum og skilaboðunum sem við fáum eru jákvæðar en auðvitað fáum við eitthvað af neikvæðum og hatursfullur athugasemdum,“ segja þær.

„Í stað þess að einblína á neikvæðnina hugsum við um þá staðreynd að hvað sem heimurinn hefur að segja um okkur þá fáum við að velja hvað við gerum við okkar líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað